fbpx

Smákökur með pekanhnetum, dökku súkkulaði og sjávarsalti

Þessar kökur eru algjörlega ómótstæðilegar. Í þeim er leynihráefni sem gerir þær ótrúlega mjúkar að innan. Ég nota í þær kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel sem gefur einstakt bragð og áferð.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 bolli hveiti
 1 tsk lyftiduft
 1/2 tsk matarsódi
 1/4 tsk salt
 60g mjúkt smjör
 1/2 bolli kókos & möndlusmjör frá Rapunzel
 3/4 bolli cristallino hrásykur frá Rapunzel
 2 stór egg við stofuhita
 2 tsk vanilludropar
 2 plötur 70% súkkulaði frá Rapunzel (160g)
 1 bolli pekanhnetur saxaðar
 Sjávarsaltflögur

Leiðbeiningar

1

Blandið saman þurrefnum í skál og setjið til hliðar

2

Setjið smjör og sykur saman í skál og þeytið. Bætið við kókos & möndlusmjöri og þeytið áfram. Bætið við einu eggi og hrærið áður en síðara egginu er bætt út í. Bætið vanilludropunum saman við og hrærið aðeins.

3

Setjið þurrefnin saman við smjör/sykurblönduna og þeytið bara rétt þannig að deigið loði saman. Setjið saxað súkkulaði og hnetur saman við með sleikju.

4

Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og mótið

5

Bakið kökurnar í 14-16 mín. Fylgist vel með, þær eru tilbúnar þegar þær eru orðnar brúnar á köntunum. Varist að baka þær of lengi.

6

Þegar þær eru tilbúnar stráið sjávarsaltflögum yfir kökurnar ef vill og eftir smekk. Látið kökurnar kólna alveg á grind.


Uppskrift frá Völlu á Grgs.is en Rapunzel vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, verslunum Nettó og Hagkaupa ásamt Melabúðinni.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 bolli hveiti
 1 tsk lyftiduft
 1/2 tsk matarsódi
 1/4 tsk salt
 60g mjúkt smjör
 1/2 bolli kókos & möndlusmjör frá Rapunzel
 3/4 bolli cristallino hrásykur frá Rapunzel
 2 stór egg við stofuhita
 2 tsk vanilludropar
 2 plötur 70% súkkulaði frá Rapunzel (160g)
 1 bolli pekanhnetur saxaðar
 Sjávarsaltflögur

Leiðbeiningar

1

Blandið saman þurrefnum í skál og setjið til hliðar

2

Setjið smjör og sykur saman í skál og þeytið. Bætið við kókos & möndlusmjöri og þeytið áfram. Bætið við einu eggi og hrærið áður en síðara egginu er bætt út í. Bætið vanilludropunum saman við og hrærið aðeins.

3

Setjið þurrefnin saman við smjör/sykurblönduna og þeytið bara rétt þannig að deigið loði saman. Setjið saxað súkkulaði og hnetur saman við með sleikju.

4

Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og mótið

5

Bakið kökurnar í 14-16 mín. Fylgist vel með, þær eru tilbúnar þegar þær eru orðnar brúnar á köntunum. Varist að baka þær of lengi.

6

Þegar þær eru tilbúnar stráið sjávarsaltflögum yfir kökurnar ef vill og eftir smekk. Látið kökurnar kólna alveg á grind.

Smákökur með pekanhnetum, dökku súkkulaði og sjávarsalti

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…