fbpx

Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlum

Við sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

  bolli Oatly iKaffe haframjólk
  bolli jurtaolía
 ½ bolli cristallino hrásykur, Rapunzel
 ¼ bolli flórsykur
 1 tsk möndludropar
 1 tsk vanilludropar
 100 g lífrænar möndlur með hýði, Rapunzel
 2 bollar hveiti
 1,50 tsk lyftiduft
 0,25 tsk salt

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C blástur.

2

Blandið saman haframjólk, olíu, sykri og bragðdropum í skál og þeytið saman með písk. Setjið möndlurnar út í vökvann og hrærið aðeins saman. Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman við og hrærið saman með sleikju. Þegar deigið er aðeins farið að loða saman setjið það á borð og hnoðið þar til það er komið saman. Ef það er aðeins blautt er hægt að bæta örlitlu hveiti saman við en varist að hnoða það of lengi. Mótið tvær lengjur og setjið á bökunarpappír. Þrýstið aðeins á lengjurnar svo þær fletjist örlítið út. Bakið fyrst í 25 mín.

3

Takið út og leyfið lengjunum að kólna - 20-30 mín er passlegt.

4

Skerið lengjurnar skáhallt í sneiðar og raðið á bökunarplötuna. Bakið fyrst í 10 mín, snúið kökunum svo við og bakið aftur í 10 mín.

5

Takið kökurnar út og leyfið þeim að kólna.


DeilaTístaVista

Hráefni

  bolli Oatly iKaffe haframjólk
  bolli jurtaolía
 ½ bolli cristallino hrásykur, Rapunzel
 ¼ bolli flórsykur
 1 tsk möndludropar
 1 tsk vanilludropar
 100 g lífrænar möndlur með hýði, Rapunzel
 2 bollar hveiti
 1,50 tsk lyftiduft
 0,25 tsk salt

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C blástur.

2

Blandið saman haframjólk, olíu, sykri og bragðdropum í skál og þeytið saman með písk. Setjið möndlurnar út í vökvann og hrærið aðeins saman. Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman við og hrærið saman með sleikju. Þegar deigið er aðeins farið að loða saman setjið það á borð og hnoðið þar til það er komið saman. Ef það er aðeins blautt er hægt að bæta örlitlu hveiti saman við en varist að hnoða það of lengi. Mótið tvær lengjur og setjið á bökunarpappír. Þrýstið aðeins á lengjurnar svo þær fletjist örlítið út. Bakið fyrst í 25 mín.

3

Takið út og leyfið lengjunum að kólna - 20-30 mín er passlegt.

4

Skerið lengjurnar skáhallt í sneiðar og raðið á bökunarplötuna. Bakið fyrst í 10 mín, snúið kökunum svo við og bakið aftur í 10 mín.

5

Takið kökurnar út og leyfið þeim að kólna.

Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlum

Aðrar spennandi uppskriftir