Dýrindis gamaldags ömmusnúðar í útilegunaÞessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir stökkari og geymast vel í loftþéttu boxi, eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert að hefa þá. Ég nota hrásykurinn frá Rapunzel í snúðana en mér finnst hann gefa bakkelsi eitthvað bragð sem næst ekki með venjulegum hvítum sykri. Að auki er hann lífrænn sem mér finnst skipta heilmiklu máli.Mexíkóskt salat með Oatly sýrðum rjómaHildur Ómars er hér með einfalt salat sem tekur þig til Mexíkó á núll einni! "Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt."Spæsí chipotle salatÓtrúlega ferskt og gott salat með spæsí tófú, maísbaunum og jalapeno dressingu. Algjör bragðlauka bomba! Við getum sagt að þetta salat sé sumarlegt og saðsamt. Tilvalið sem bæði aðalréttur eða salat með aðalrétti.Lífræn, ljúffeng hafrastykki með dökku súkkulaði & hnetusmjöriTilvalin uppskrift fyrir þá sem eru á ferðinni, t.d. í fjallgöngur og ýmis konar útivist. Það er algjörlega lífsnauðsynlegt að vera vel nestuð og vera með nóg af góðri næringu sem gefur mikla orku. Þessi stykki hafa verið gerð á mínu heimili í mörg ár en upphaflega birtist þessi uppskrift á gamla blogginu mínu fyrir heilum 9 árum síðan! Það er hægt að skipta út hráefnum eftir því hvað er til og smekk hvers og eins ef þið gætið bara að því að halda hlutföllunum réttum. Öll hráefnin eru bæði lífræn og vegan frá Rapunzel.Ávaxtasalat með döðlum, kókos og þeyttum hafrarjómaEinfalt ávaxtasalat frá Hildi Ómars með Oatly þeytirjóma, tilvalinn eftirréttur sem er vegan en hentar öllumLífrænar hindberjakúlurLjúffengar og lífrænar hindberjakúlur sem gott er að grípa í úr frystinum þegar mann langar í eitthvað smá sætt!Páskaleg hrákaka með mangóbragðiDjúsí páskaleg vegan hrákaka úr smiðju Hildar Ómars sem kitlar bragðlaukana - einnig tilvalin á fallegum sumardegi!Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókosÞessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með að baka hana á sunnudegi og græja í box fyrir vikuna, hún geymist vel í kæli en einnig er hægt að frysta hana. Skella henni þá aðeins í örbylgjuna og njóta!Ofurfljótlegt lífrænt pönnumúslíMúslí útbúið að pönnu á nokkrum mínútum. Fullkomið þegar maður vill græja fullkomna smoothie skál með engum fyrirvara. Í þessa uppskrift nota ég lífrænar vörur frá Rapunzel.Lúxus chiagrauturKókos- og möndlusmjörið er algjör hittari út á grautinn, berin síðan mjúk og sæt, kókosflögur og hnetur með smá kröns, þetta var allt saman + meira var hreinlega algjör negla!Hafraklattakökur með karamellusúkkulaðiÞað er til margt óhollara en þessar kökur en ég reyndi að hafa hráefnið sem hollast með dásamlegu vörunum frá Rapunzel.Litlar ostakökur í glasi með hafrasúkkulaðikexi, jarðaberjum og vanilluÉg elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu „ostaköku“ blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og bragðgóður desert. Það er hægt að útbúa desertinn með góðum fyrirvara og geyma í kæli. Þá er skreytt með jarðarberjum bara rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram.Einfalt lasagna með spínati, linsum, rauðu pestói og sólþurrkuðum tómötumLasagna er einmitt svona matur sem gott er að útbúa á kaldasta tíma ársins. Frábært að eiga tilbúið lasagna í frysti og hita upp eftir þörfum og það er hægt að nota hvað sem er í fyllinguna, fer bara eftir ísskápa status hverju sinni. Grunnurinn er yfirleitt svipaður en svo skipti ég út grænmeti og kryddum eftir behag. Mér finnst algjörlega ómissandi að setja pestó frá Rapunzel í lasagna og yfirleitt set ég bæði grænt og rautt. Ég laumaði hérna nokkrum sólþurrkuðum tómötum og það var alveg geggjað. Ég gerði einnig vegan bechamel sósu og notaði hana ofan á lasagnað, börnin mín vilja helst ekki bakaðan ost svo ég sleppti honum bara. Það væri auðvitað mjög snjallt að setja einhvern góðan vegan rifinn ost ofan á, eða toppa með næringargeri t.d.Bakaður hafragrautur með eplum, kanil og möndlumAllt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað saman í fatinu.Súkkulaði vegan granóla bitarFljótlegir og gómsætir granóla bitar sem innihalda aðeins fjögur hráefni.
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.