Batman OreokakaÞað er alltaf gaman að gera þemakökur, hvort sem það er fyrir afmæli eða eitthvað allt annað. Þessi kaka varð til sökum þess að ný BATMAN mynd er væntanleg og sérútgáfa af OREO Original kexinu hefur verið framleidd í takmörkuðu magni sem OREO & BATMAN kex með andlitsmynd af BATMAN.
Hjartalaga valentínusarpizzaGómsæt og girnileg pizza með Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum, basiliku, mozzarella, klettasalati, parmesan osti og stökkri parma skinku.
Kjúklingaréttur í ofniHér er á ferðinni ekta hversdagsmatur sem allir í fjölskyldunni elska. Það er alltaf svo gott þegar hægt er að setja allt í eitt fat til að hita í ofni, þá er hægt að ganga frá og leggja á borð á meðan það eldast.
Fyllltar kjúklingabringur með rjómaosti og jalapenoKjúklingabringur fylltar með Light Philadelphia rjómaosti, cheddar osti, fersku jalapeno og Jalapeno Tabasco sósu. Rétturinn er svo borinn fram með sætkartöflufrönskum með ljúffengri jalapeno sósu og avókadósalsa.
Áramóta ostakúlaGómsæt ostakúla úr Philadelphia rjómaosti með sweet chili, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum, pimiento papriku og ristuðum pekanhnetum. Undursamleg blanda sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Svo er hún geggjuð á ostabakkann um áramótin.
HátíðarostakakaOstakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. Þar sem hátíðirnar nálgast er þessi hér sett í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni!
Tikka masala vefjurHér kemur uppskrift að vefjum með osti og kjúklingi í Tikka masala sósu bornar fram með sætkartöflufrönskum, mango chutney sósu og fersku salati.
Marabou Daim ostakakaOstakökur eru sívinsælar og þessi hér er dásamlega ljúffeng með stökkum Oreobotni og mjúkri ostaköku með stökkum Marabou Daim bitum. Það er ýmist hægt að setja þær í form líkt og hér og skera þær í sneiðar en einnig er hægt að skipta uppskriftinni niður í nokkur minni glös og þá mætti sleppa gelatíninu. Það er hins vegar nauðsynlegt ef þið gerið heila köku og viljið að hún standi vel.
Quesadillas með tígrisrækjumHér kemur bragðgóð og einföld uppskrift að quesadillas. Ég elska quesadillas og er það oft á boðstólum heima hjá mér. Hér fylli ég þær með tígrisrækjum, Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum og blaðlauk. Toppa þær svo með majónesi, Tabasco Sriracha sósu og avókadó. Mjög bragðgóður og einfaldur réttur sem klikkar ekki.
1 2 3 4 5 6 21