fbpx

Hátíðarostakaka

Ostakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. Þar sem hátíðirnar nálgast er þessi hér sett í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni!

Magn10 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 30 OREO kexkökur
 50 g brætt smjör
Fylling
 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 270 g sykur
 2 tsk vanillusykur
 500 ml þeyttur rjómi
Karamella og skreyting
 250 g Fílakaramella 1 poki
 100 ml rjómi
 Driscolls jarðarber, hindber og rifsber

Leiðbeiningar

Botn
1

Myljið kexið niður í duft í blandara, setjið í skál og blandið smjörinu saman við.

2

Setjið um eina matskeið af kexmylsnu í botninn á hverri krús/glasi.

Fylling
3

Þeytið rjómaost, sykur og vanillusykur saman í hrærivélinni þar til létt blanda hefur myndast.

4

Blandið þá þeytta rjómanum varlega saman við með sleikju.

5

Setjið í sprautupoka og skiptið niður í krúsirnar/glösin.

6

Kælið á meðan karamellan er útbúin.

Karamella og skreyting
7

Bræðið karamellur og rjóma saman í potti og leyfið að ná stofuhita.

8

Hellið smá sósu yfir hverja ostaköku, kælið og skreytið með ferskum berjum.

9

Jólalegt getur verið að strá smá flórsykri yfir í lokin en það er þá best að gera rétt áður en bera á kökuna fram.


DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 30 OREO kexkökur
 50 g brætt smjör
Fylling
 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 270 g sykur
 2 tsk vanillusykur
 500 ml þeyttur rjómi
Karamella og skreyting
 250 g Fílakaramella 1 poki
 100 ml rjómi
 Driscolls jarðarber, hindber og rifsber

Leiðbeiningar

Botn
1

Myljið kexið niður í duft í blandara, setjið í skál og blandið smjörinu saman við.

2

Setjið um eina matskeið af kexmylsnu í botninn á hverri krús/glasi.

Fylling
3

Þeytið rjómaost, sykur og vanillusykur saman í hrærivélinni þar til létt blanda hefur myndast.

4

Blandið þá þeytta rjómanum varlega saman við með sleikju.

5

Setjið í sprautupoka og skiptið niður í krúsirnar/glösin.

6

Kælið á meðan karamellan er útbúin.

Karamella og skreyting
7

Bræðið karamellur og rjóma saman í potti og leyfið að ná stofuhita.

8

Hellið smá sósu yfir hverja ostaköku, kælið og skreytið með ferskum berjum.

9

Jólalegt getur verið að strá smá flórsykri yfir í lokin en það er þá best að gera rétt áður en bera á kökuna fram.

Hátíðarostakaka

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…