#lyftiduft

Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókosÞessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með að baka hana á sunnudegi og græja í box fyrir vikuna, hún geymist vel í kæli en einnig er hægt að frysta hana. Skella henni þá aðeins í örbylgjuna og njóta!
Litlar draumabollurSúkkulaði- og heslihnetusmjör er eitt af mínu uppáhalds „topping“, hvort sem um er að ræða vöfflur, pönnukökur, bollur….nú eða bara ristað brauð! Ég elska síðan marsípan og núggat og því datt mér í hug að blanda Anthon Berg í málið og útkoman var alveg hreint stórkostleg!
Litlar döðlukökur með karamellusósuÞessar dásamlegu döðlukökur eru einn af mínum uppáhalds eftirréttum. Kökurnar eru vinsæll eftirréttur á Englandi þar sem þær kallast Sticky Toffee Pudding en þær eru svo mjúkar og djúsí að þær bráðna upp í manni. Þær eru svo bornar fram með himneskri karamellusósu úr Werther’s karamellum.
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjómaÞessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið.
Vegan hafraklattar með rúsínum og kanilÞessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af Oatly haframjólk!
Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlumVið sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi.
Brownies með Milka Daim súkkulaðiHér kemur uppskrift að mjög ljúffengum brownies eða brúnkum með Milka Daim súkkulaði. Passar sérlega vel sem eftirréttur með ís eða rjóma. Mér finnst svo gott þegar kakan er smá blaut eða „chewy“ að innan og aðeins volg. Þessi uppskrift klikkar aldrei og Milka Daim súkkulaðið setur punktinn yfir i-ið. Mæli með!
ÚtileguskúffaÞað jafnast ekkert á við nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk! Nú eru útilegur og ferðalög að fara í gang að nýju og það er sannarlega hægt að slá í gegn með því að taka eina skúffuköku með í ferðalagið.
1 2 3