#kjúklingalæri

BBQ kjúklingaspjót og makkarónusalatÞað er alltaf gaman að prófa nýtt meðlæti með grillmat og þetta makkarónusalat var algjör snilld! Hér er því komin mín útfærsla af makkarónusalati fyrir ykkur að njóta. Margir eru með sellerí í því líka eða annað grænmeti svo þið getið sannarlega leikið ykkur aðeins með innihaldið.
Tandoori kjúklingur á naan brauðiBragðgóður og ljúfur grillréttur sem þið verðið að prófa í sumar. Grillaður tandoori kjúklingur borinn fram á heimagerðu naan brauði með cheddar- og rjómaosti, gúrku, tómötum, klettasalati og mangó chutney sósu. Þessi réttur leikur við bragðlaukana og frábær með ísköldu hvítvíni.
Kjúklingalæri með sítrónu & kramdar kartöflurHér kemur uppskrift að gómsætum ofnbökuðum kjúklingalærum með ferskum kryddjurtum, hvítlauk, sítrónu og chili. Kjúklingurinn er borinn fram með krömdum kartöflum, kaldri parmesan sósu og fersku salati. Ó svo ferskt og gott!
SumarvefjurGrillaður BBQ kjúklingur í vefju með ísköldum bjór er sannarlega sumarið uppmálað!
Kjúklingaspjót og fylltir sveppirÞað er svo mikið vor í lofti þessa dagana að ég er komin með grillið í stuð aftur! Hér eru á ferðinni kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir með frönskum og kaldri sósu.
BBQ kjúklingaborgariGrillaður og rifinn kjúklingur í Sweet BBQ sósu, hrásalat, tómatar, avókadó og hamborgarabrauð. Ég bar þetta fram með grilluðum maískólfum með parmesan osti, kartöflubátum. Þetta á allt svo vel saman!
Gómsæt og krönsi vefjaInnblásturinn að uppskriftinni er Crunchwrap sem fæst á Taco bell. Crunchwrap er stór tortilla sem er fyllt með allskonar góðgæti. Henni er svo pakkað saman í böku og steikt á pönnu.
1 2