Kjúklingalæri í Caj P marineringu – uppáhald fjölskyldunnar!

  ,

mars 9, 2021

Kjúklingur með Caj P er í uppáhaldi hjá fjölskyldunni og hefur verið í fjölda ára. Stökkur að utan og safaríkur að innan.

Hráefni

Kjúklingalæri / leggir ( Ég miða við tvö stór læri með legg á hvern fullorðinn)

Caj P Original grillolía

Salt

Pipar

Hvítlaukskrydd

Hvítlaukssósa

3 msk sýrður rjómi

Hvítlaukskrydd eftir smekk

Steinseljukrydd

Leiðbeiningar

1Penslið kjúklingalærin með grillolíunni frá Caj P

2Kryddið létt yfir með salti, pipar og hvítlauksdufti.

3Bakið kjúklinginn þar til hann er fulleldaður og enginn blóðvökvi lekur út.

4Ég mæli með því að eiga hitamæli til að fylgjast með hitastiginu.

5Ég var með þessi læri með áföstum leggjum í 60 mínútur á 185 gráðum.

Hvítlaukssósa

1Blandið saman sýrða rjómanum og kryddið eftir smekk

Uppskrift frá Hönnu Þóru hjá hannathora.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Sykurlaus lakkrís ís

Lakkrís ísinn sem slær öll met! Einfaldur en afar ljúfengur.
Heita súkkulaði og lakkríssósan er himneskt útá hvaða ís sem er!

Kjúklingur í karrí og Kókos

Afar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!

Ostasnúðar með pestó og parmesan osti

Það er eitthvað svo dásamlegt við snúða hvort sem þeir eru sætir eða meira matarkyns.
Þessir pestósnúðar með parmesan eru fullkomnir á veisluborðið, sem helgarbaksturinn eða í nestisboxið.