fbpx

Ostasnúðar með pestó og parmesan osti

Það er eitthvað svo dásamlegt við snúða hvort sem þeir eru sætir eða meira matarkyns. Þessir pestósnúðar með parmesan eru fullkomnir á veisluborðið, sem helgarbaksturinn eða í nestisboxið.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Snúðadeig
  200 g Rifinn mozzarella ostur
  3 tsk. Lyftiduft
  1,50 dl. Möndlumjöl
  Örlítið hvítlauksduft
  1 Egg
Fyllingin
  Sun dried Tomato pestó frá Filippo Berio
  Rifinn parmesan ostur

Leiðbeiningar

Snúðadeig
1

Byrjið á því að setja rifna ostinn í skál sem þolir örbylgjuofn

2

Setjið möndlumjöl út í ásamt lyftidufti (vínsteinslyftiduft er hveiti og glúteinlaust)

3

Bætið við hvítlauksdufti eftir smekk

4

Hitið blönduna í um tvær mínútur í örbylgjuofni þar til osturinn er allur bráðnaður

5

Hrærið lítillega og bætið einu eggi út í

6

Hnoðið í höndunum þar til deigið er orðið vel mótanlegt

7

Fletjið deigið út og smyrjið með Sun dried tomato pestó frá Filippo Berio.

8

Dreifið Parmesan yfir pestóið ( Það má einnig nota annan ost eftir smekk)

9

Rúllið upp deiginu og skerið niður í passlega snúða.

10

Raðið á bökunarpappír og bakið við 180 gráður á blæstri í um 15-20 mínutur ( fer aðeins eftir stærð snúðanna).


Uppskrift frá Hönnu Þóru á hannathora.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Snúðadeig
  200 g Rifinn mozzarella ostur
  3 tsk. Lyftiduft
  1,50 dl. Möndlumjöl
  Örlítið hvítlauksduft
  1 Egg
Fyllingin
  Sun dried Tomato pestó frá Filippo Berio
  Rifinn parmesan ostur

Leiðbeiningar

Snúðadeig
1

Byrjið á því að setja rifna ostinn í skál sem þolir örbylgjuofn

2

Setjið möndlumjöl út í ásamt lyftidufti (vínsteinslyftiduft er hveiti og glúteinlaust)

3

Bætið við hvítlauksdufti eftir smekk

4

Hitið blönduna í um tvær mínútur í örbylgjuofni þar til osturinn er allur bráðnaður

5

Hrærið lítillega og bætið einu eggi út í

6

Hnoðið í höndunum þar til deigið er orðið vel mótanlegt

7

Fletjið deigið út og smyrjið með Sun dried tomato pestó frá Filippo Berio.

8

Dreifið Parmesan yfir pestóið ( Það má einnig nota annan ost eftir smekk)

9

Rúllið upp deiginu og skerið niður í passlega snúða.

10

Raðið á bökunarpappír og bakið við 180 gráður á blæstri í um 15-20 mínutur ( fer aðeins eftir stærð snúðanna).

Ostasnúðar með pestó og parmesan osti

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…