Kjúklingur í karrí og Kókos

  ,

mars 29, 2021

Afar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!

Hráefni

700 g Kjúklingabringur eða lærakjöt td Rose Poultry

2 dl. Kókosmjólk frá Blue Dragon

2 msk Taílensk karrýblanda

2 msk Gult karrý

2 tsk. Chilli krydd

Svartur pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklingabringur eða lærakjöt niður í bita

2Steikið á pönnu og kryddið með karrí bæði gulu og rauðu ásamt chilli eftir smekk, salti og pipar.

3Styrkleiki er alltaf smekksatriði en það er auðvelt að bæta við því sterka

4Bætið 2 dl af kókosmjólk frá BlueDragon útá pönnuna og leyfið réttinum að malla í um 10 mínútur.

5Það er gott að bera fram með hrísgrjónum, hvort sem þið viljið hefðbundin eða kolvetnaskert grjón.

Uppskrift frá Hönnu Þóru á hannathora.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Sykurlaus lakkrís ís

Lakkrís ísinn sem slær öll met! Einfaldur en afar ljúfengur.
Heita súkkulaði og lakkríssósan er himneskt útá hvaða ís sem er!

Kjúklingalæri í Caj P marineringu – uppáhald fjölskyldunnar!

Kjúklingur með Caj P er í uppáhaldi hjá fjölskyldunni og hefur verið í fjölda ára. Stökkur að utan og safaríkur að innan.

Ostasnúðar með pestó og parmesan osti

Það er eitthvað svo dásamlegt við snúða hvort sem þeir eru sætir eða meira matarkyns.
Þessir pestósnúðar með parmesan eru fullkomnir á veisluborðið, sem helgarbaksturinn eða í nestisboxið.