fbpx

Tandoori kjúklingur á naan brauði

Bragðgóður og ljúfur grillréttur sem þið verðið að prófa í sumar. Grillaður tandoori kjúklingur borinn fram á heimagerðu naan brauði með cheddar- og rjómaosti, gúrku, tómötum, klettasalati og mangó chutney sósu. Þessi réttur leikur við bragðlaukana og frábær með ísköldu hvítvíni.

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri (700 g)
 2 msk hrein jógúrt
 3 msk tandoori paste frá Patak’s
 Philadelphia rjómaostur
 2 dl smátt skorin gúrka (eða magn eftir smekk)
 2 dl smátt skornir kokteil tómatar (eða magn eftir smekk)
 Rifinn cheddar ostur eftir smekk
 Ruccola salat eftir smekk
 1-2 vorlaukar
 Ferskur kóríander eftir smekk
Heimagert naan brauð
 2 dl fínt spelt (& meira ef þarf)
 1 dl hrein jógúrt
 1 tsk lyftiduft
 0,25 tsk salt
 0,50 tsk garam masala (má sleppa)
Mangó Chutney sósa
 2 dl hrein jógúrt
 3 msk mangó chutney frá Patak’s

Leiðbeiningar

1

Snyrtið kjúklinginn og blandið honum saman við jógúrt og tandoori paste í skál. Leyfið kjúklingnum að marenerast í 1 klukkustund eða jafnvel yfir nótt.

2

Grillið kjúklinginn á heitu grilli þar til hann er eldaður í gegn.

3

Smyrjið naan brauðin með rjómaosti og dreifið yfir rifnum cheddar osti eftir smekk. Bakið inní ofni í 5-7 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.

4

Dreifið klettasalati yfir ásamt smátt skornum tómötum og gúrku. Leggið eitt kjúklingalæri ofaná og dreifið sósunni, smátt skornum vorlauk og kóríander.

Naan brauð
5

Blanda saman spelti, jógúrt, salti og garam masala í skál með sleif eða skeið.

6

Hræra öllu vel saman og að lokum nota hendurnar til að mynda kúlu. Bætið spelti saman við eftir smekk ef ykkur finnst blandan of blaut.

7

Myndið 6-8 kúlur úr deiginu og fletjið þær út með kökukefli.

8

Steikið deigið á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Tekur stutta stund að steikjast, fylgist með og passið að brauðið brenni ekki.


DeilaTístaVista

Hráefni

 1 Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri (700 g)
 2 msk hrein jógúrt
 3 msk tandoori paste frá Patak’s
 Philadelphia rjómaostur
 2 dl smátt skorin gúrka (eða magn eftir smekk)
 2 dl smátt skornir kokteil tómatar (eða magn eftir smekk)
 Rifinn cheddar ostur eftir smekk
 Ruccola salat eftir smekk
 1-2 vorlaukar
 Ferskur kóríander eftir smekk
Heimagert naan brauð
 2 dl fínt spelt (& meira ef þarf)
 1 dl hrein jógúrt
 1 tsk lyftiduft
 0,25 tsk salt
 0,50 tsk garam masala (má sleppa)
Mangó Chutney sósa
 2 dl hrein jógúrt
 3 msk mangó chutney frá Patak’s

Leiðbeiningar

1

Snyrtið kjúklinginn og blandið honum saman við jógúrt og tandoori paste í skál. Leyfið kjúklingnum að marenerast í 1 klukkustund eða jafnvel yfir nótt.

2

Grillið kjúklinginn á heitu grilli þar til hann er eldaður í gegn.

3

Smyrjið naan brauðin með rjómaosti og dreifið yfir rifnum cheddar osti eftir smekk. Bakið inní ofni í 5-7 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.

4

Dreifið klettasalati yfir ásamt smátt skornum tómötum og gúrku. Leggið eitt kjúklingalæri ofaná og dreifið sósunni, smátt skornum vorlauk og kóríander.

Naan brauð
5

Blanda saman spelti, jógúrt, salti og garam masala í skál með sleif eða skeið.

6

Hræra öllu vel saman og að lokum nota hendurnar til að mynda kúlu. Bætið spelti saman við eftir smekk ef ykkur finnst blandan of blaut.

7

Myndið 6-8 kúlur úr deiginu og fletjið þær út með kökukefli.

8

Steikið deigið á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Tekur stutta stund að steikjast, fylgist með og passið að brauðið brenni ekki.

Tandoori kjúklingur á naan brauði

Aðrar spennandi uppskriftir