Lífrænar hindberjakúlurLjúffengar og lífrænar hindberjakúlur sem gott er að grípa í úr frystinum þegar mann langar í eitthvað smá sætt!
Kjúklingaspjót og fylltir sveppirÞað er svo mikið vor í lofti þessa dagana að ég er komin með grillið í stuð aftur! Hér eru á ferðinni kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir með frönskum og kaldri sósu.
PáskaísinnÞessi ís er einn sá besti, það passar virkilega vel að hafa marengsinn og krönsí súkkulaðiegg í hverjum bita, namm! Þessi ís er tilvalinn eftirréttur um páskana.
Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókosÞessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með að baka hana á sunnudegi og græja í box fyrir vikuna, hún geymist vel í kæli en einnig er hægt að frysta hana. Skella henni þá aðeins í örbylgjuna og njóta!
Ofurfljótlegt lífrænt pönnumúslíMúslí útbúið að pönnu á nokkrum mínútum. Fullkomið þegar maður vill græja fullkomna smoothie skál með engum fyrirvara. Í þessa uppskrift nota ég lífrænar vörur frá Rapunzel.
PáskaljúfmetiÞað er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og ég elska bæði hrískökur og marengs svo hér kemur algjör negla!
Heitur brauðréttur með krönsiÞað er fátt sem toppar heita brauðrétti í veislum. Þeir eru sívinsælir og oft það fyrsta sem klárast því allir þá elska. Fermingar eru framundan og heitir réttir sniðugir í slíkar veislur og hér kemur einn sem sló heldur betur í gegn, bæði hjá ungum sem öldnum.
1 12 13 14 15 16 41