Franskt

Himnesk heimagerð möndlu croissantMöndlucroissant er með því besta sem ég fæ. Þegar ég panta mér eitthvað með kaffinu í París verða slík croissant yfirleitt fyrst fyrir valinu. Hér á landi eru örfá bakarí sem bjóða upp á þau en það er ekki alltaf hægt að ganga að þeim vísum svo ég hef lengi ætlað mér að prófa að útbúa þau heima. Þessi uppskrift er algerlega fullkomin en ég tók smá áhættu með því að bæta möndlu tonka smyrjunni frá Rapunzel í fyllinguna en almáttugur hvað það færði hornin upp á annað stig! Hornin sjálf keypti ég í Costco á fínu verði og því er alger lágmarks vinna á bakvið þennan bakstur. Ef þið eruð eitthvað lík mér þegar kemur að frönsku bakkelsi þá verðið þið að prófa þessi!
Vegan Paris-Brest bollur með pralíni og vanillurjómakremiParis-Brest er einn allra besti eftirréttur sem til er á jörðinni. Eða það finnst mér að minnsta kosti. Eftirrétturinn er upprunninn í Frakklandi eins og nafnið gefur til kynna og eru til ýmsar útgáfur af honum. Yfirleitt er þetta vatnsdeig sem mótað er í hring og fyllt með pralín og vanillukremi (Crème Pâtissière). Það er eitthvað við þessa pralín-vanillukrems blöndu sem er algerlega ómótstæðilegt og það er ekki oft sem hægt er að nálgast þennan eftirrétt á Íslandi. Ég var heillengi að prófa mig áfram með gerð þessarar bollu og gerði ótal útgáfur af henni. Þessi útgáfa kom lang best út. Bollan sjálf er úr smjördeigi sem er nánast án undantekninga vegan. Heimagerða pralínið er gert úr ristuðum heslihnetum og möndlum og vanillukremið úr haframjólk og hafrarjóma ásamt góðri vanillu og vegan smjöri. Þessi samsetning er algerlega himnesk og ég skora á ykkur að prófa þessa dýrð!
Nautapottréttur í rauðvínssósuKósý vetraruppskriftir klikka seint og alltaf gaman að prófa nýjar útfærslur af slíkum. Það er óhætt að segja þetta sé sannkölluð fjölskyldumáltíð sem allir kunna að meta.
Ofnbakað croissant með jarðarberjum og rjómaostiGómsætur réttur sem er tilvalinn í sunnudagsbrönsinn, saumaklúbbinn, vinahittinga eða jafnvel í babyshower. Ofnbakað croissant með jarðarberjum, rjómaosti og toppað með hlynsírópi. Ljúfur réttur sem er sniðugt að skella í daginn áður form og baka morguninn eftir. Passar vel með ísköldu Prosecco eða jafnvel mímósu.
Einföld eplabaka með kanil og kardimommumGalette bökur geta verið allavega og þessi er ein af þeim einfaldari. Hér er hún í dásamlegri vegan útgáfu og bragðmikil eplin eru krydduð með kanil og kardimommum. Það er fljótlegt að útbúa þessa böku og uppskriftin inniheldur ekki mörg eða flókin hráefni. Botninn er alveg einstaklega góður, “flaky” og stökkur án þess að verða of harður. Bakan er alls ekki of sæt og býður upp á marga möguleika. Það væri hægt að strá söxuðum hnetum yfir hana undir lok bökunartímans t.d eða dreifa smá karamellusósu yfir. Ég toppa hana með dásamlegu vanillusósunni frá Oatly en hún er alveg ómissandi með eplabökum og svo góð þegar hún hefur verið þeytt.
Ofurgott taco með andaconfitÉg segi það aldrei nógu oft en ég elska tacos og hér kemur uppskrift að taco með andaconfit. Þetta er í fyrsta skipti sem ég útbý slíkt taco og halelúja hvað það bragðast vel! Mission tortillur fylltar með rauðkálshrásalati með smá appelsínu twisti, granatepla salsa og fetaosti eru jólalegar og bragðgóðar og einfaldar að útbúa. Passar virkilega vel með ísköldum Corona bjór og mun slá gegn í matarboðunum á aðventunni.
Ljúffengar andabringur og meðlætiFranskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni. MMMmmmm…!
Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjumHvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur.
1 2 3