Quesadillas með tígrisrækjumHér kemur bragðgóð og einföld uppskrift að quesadillas. Ég elska quesadillas og er það oft á boðstólum heima hjá mér. Hér fylli ég þær með tígrisrækjum, Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum og blaðlauk. Toppa þær svo með majónesi, Tabasco Sriracha sósu og avókadó. Mjög bragðgóður og einfaldur réttur sem klikkar ekki.Ostakaka með appelsínukeimAppelsínukeimurinn alveg dásamlegur og þessi samsetning skemmtileg tilbreyting fyrir bragðlaukana.Pizza með buffalo kjúklingiGríðarlega gómsæt og djúsí pizza með buffalo kjúklingi og gráðostasósu. Lykilatriðið er að nota Philadelphia rjómaost í staðinn fyrir pizzasósu en það gerir pizzuna einstaklegs bragðgóða og djúsí.Vegan hafraklattar með rúsínum og kanilÞessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af Oatly haframjólk!Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlumVið sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi.Indverskur grænmetisrétturBragðmikill og einfaldur grænmetisréttur borinn fram með naan brauði.Djúsí súkkulaði BROWNIEAlmáttugur minn, þessi kaka! Sjúklega djúsí og klístruð með ríku súkkulaðibragði, alveg eins og svona kökur eiga að vera, namm!Partýbakki fyrir HrekkjavökunaHér eru á ferðinni uppskriftir og hugmyndir sem allir ættu að ráða við að gera, svo lengi sem þeir hafa smá þolinmæði og nennu fyrir því að raða fallega saman. Hér er bæði snarl sem er matarkyns, grænmeti og ávextir í bland við kex, snakk og sælgæti þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Rjómalagað kjúklingapastaÞessi útgáfa af rjómalöguðu kjúklingapasta er fljótleg og ljúffeng um leið og hún er gúrme!Fyllt brauðMjög gómsætt fyllt brauð eða „Pull apart“ brauð. Fullkominn puttamatur og tilvalið að bera fram í þeim veislum eða matarboðunum sem framundan eru. Fyllingin er einföld og gómsæt en hún samanstendur af Philadelphia rjómaosti með graslauk, mozzarella osti, cheddar osti, hvítlaukssmjöri og graslauk.Brownies með Milka Daim súkkulaðiHér kemur uppskrift að mjög ljúffengum brownies eða brúnkum með Milka Daim súkkulaði. Passar sérlega vel sem eftirréttur með ís eða rjóma. Mér finnst svo gott þegar kakan er smá blaut eða „chewy“ að innan og aðeins volg. Þessi uppskrift klikkar aldrei og Milka Daim súkkulaðið setur punktinn yfir i-ið. Mæli með!Kínóasalat með spicy kasjúhnetukurliEinfaldur og góður grænmetisrétturOfnbakaðar tortillarúllurLjúffengar tortillarúllur fylltar með nautahakki, osti, sýrðum rjóma og tómötum bakaðar inn í ofni og bornar fram með guacamole og sýrðum rjóma. Þorskhnakkar með stökkum parmesanhjúpFiskur, smælki, smjörsteiktur aspas og köld Tabasco sósa, namm!Vegan New York ostakaka með jarðarberjumAf því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa. New York ostakökurnar frægu eru í grunninn vanillufylling á stökkum kexbotni sem ber keim af kanil. Yfir hana er gjarnan hellt jarðarberjasósu og borin fram með jarðarberjum. Ég tók mér smá skáldaleyfi með þessa en fullyrði að þessi er eins sú allra besta sem ég hef smakkað. Vegan eða ekki. Botninn er heimagert hafrakex og það er auðvitað vegan líka. Uppskriftin af kexinu er frekar stór en það kemur ekki að sök þar sem það er fljótt að hverfa ofan í heimilisfólk. Fyllingin samanstendur af kasjúhnetum sem lagðar voru í bleyti og Oatly tyrkneska jógúrtinu en mér finnst það henta sérlega vel í tertur eins og þessa. Fyllingin er frekar mjúk og heldur sér ágætlega en ég bera hana samt hálffrosna. Ef þið viljið hafa hana stífari mæli ég með að setja 1 tsk af agar agar dufti í fyllinguna. Jarðarberjasósuna er hægt að frysta með kökunni eða setja hana yfir eftir á, hvorutveggja er alveg ljómandi.
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.