fbpx

Mokkamarengs

Dásamlegur mokkamarengs með Toffifee fyllingu, útkoman er hinn fullkomni eftirréttur eða góðgæti með kaffinu.

Magn8 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Marengs uppskrift
 3 stk eggjahvítur
 3 dl púðursykur
Súkkulaðisósa
 100 g Toblerone
 50 ml rjómi
Fylling og skraut
 500 ml rjómi
 1 msk fínmalað instant kaffiduft
 100 g smátt saxað Toffifee + annað eins til skrauts
 súkkulaðisósa (sjá uppskrift að ofan)
 8 stk heilir Toffifee molar
 Blóm (má sleppa)

Leiðbeiningar

Marengs uppskrift
1

Hitið ofninn í 150°C

2

Þeytið eggjahvítur þar til þær fara aðeins að freyða

3

Bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið þar til stífþeytt

4

Sprautið marengs í „bollur“ á bökunarpappír, notið síðan bakhlið á teskeið til að móta holu ofan í þær og mynda þannig nokkurs konar skálar (til að fylla síðan með rjómanum)

5

Bakið í 25 mínútur og leyfið að kólna með ofninum

6

Fyllið og skreytið

Súkkulaðisósa
7

Bræðið saman í potti og leyfið að ná stofuhita á meðan þið útbúið fyllinguna

Fylling og skraut
8

Þeytið saman rjóma og instant kaffiduft

9

Blandið 100 g af söxuðu Toffifee varlega saman við með sleikju

10

Sprautið í marengsskálarnar og toppið með söxuðu Toffifee, heilu Toffifee, súkkulaðisósu og blómum


DeilaTístaVista

Hráefni

Marengs uppskrift
 3 stk eggjahvítur
 3 dl púðursykur
Súkkulaðisósa
 100 g Toblerone
 50 ml rjómi
Fylling og skraut
 500 ml rjómi
 1 msk fínmalað instant kaffiduft
 100 g smátt saxað Toffifee + annað eins til skrauts
 súkkulaðisósa (sjá uppskrift að ofan)
 8 stk heilir Toffifee molar
 Blóm (má sleppa)

Leiðbeiningar

Marengs uppskrift
1

Hitið ofninn í 150°C

2

Þeytið eggjahvítur þar til þær fara aðeins að freyða

3

Bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið þar til stífþeytt

4

Sprautið marengs í „bollur“ á bökunarpappír, notið síðan bakhlið á teskeið til að móta holu ofan í þær og mynda þannig nokkurs konar skálar (til að fylla síðan með rjómanum)

5

Bakið í 25 mínútur og leyfið að kólna með ofninum

6

Fyllið og skreytið

Súkkulaðisósa
7

Bræðið saman í potti og leyfið að ná stofuhita á meðan þið útbúið fyllinguna

Fylling og skraut
8

Þeytið saman rjóma og instant kaffiduft

9

Blandið 100 g af söxuðu Toffifee varlega saman við með sleikju

10

Sprautið í marengsskálarnar og toppið með söxuðu Toffifee, heilu Toffifee, súkkulaðisósu og blómum

Mokkamarengs

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…