Print Options:








Mokkamarengs

Magn8 skammtar

Dásamlegur mokkamarengs með Toffifee fyllingu, útkoman er hinn fullkomni eftirréttur eða góðgæti með kaffinu.

Marengs uppskrift
 3 stk eggjahvítur
 3 dl púðursykur
Súkkulaðisósa
 100 g Toblerone
 50 ml rjómi
Fylling og skraut
 500 ml rjómi
 1 msk fínmalað instant kaffiduft
 100 g smátt saxað Toffifee + annað eins til skrauts
 súkkulaðisósa (sjá uppskrift að ofan)
 8 stk heilir Toffifee molar
 Blóm (má sleppa)
Marengs uppskrift
1

Hitið ofninn í 150°C

2

Þeytið eggjahvítur þar til þær fara aðeins að freyða

3

Bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið þar til stífþeytt

4

Sprautið marengs í „bollur“ á bökunarpappír, notið síðan bakhlið á teskeið til að móta holu ofan í þær og mynda þannig nokkurs konar skálar (til að fylla síðan með rjómanum)

5

Bakið í 25 mínútur og leyfið að kólna með ofninum

6

Fyllið og skreytið

Súkkulaðisósa
7

Bræðið saman í potti og leyfið að ná stofuhita á meðan þið útbúið fyllinguna

Fylling og skraut
8

Þeytið saman rjóma og instant kaffiduft

9

Blandið 100 g af söxuðu Toffifee varlega saman við með sleikju

10

Sprautið í marengsskálarnar og toppið með söxuðu Toffifee, heilu Toffifee, súkkulaðisósu og blómum

Nutrition Facts

Fyrir hvað marga, hvað mörg stykki 8