fbpx

Vegan jólaís með heslihnetusúkkulaði

Bragðgóður og einfaldur vegan jólaís. Hann inniheldur Oatly vanillusósu, Oatly rjóma og hrísgrjónasúkkulaði með heslihnetufyllingu frá Rapunzel. Vá hvað þessi blanda er góð og hátíðleg. Ég toppa svo ísinn með súkkulaðisósu úr dökku súkkulaðiáleggi frá Rapunzel ásamt ferskum berjum sem gerir hann extra hátíðlegan og fallegan.

Magn8 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 fernur Oatly vanillusósa
 1 ferna Oatly rjómi
 2 plötur hrísgrjónasúkkulaði með heslihnetufyllingui frá Rapunzel
  krukka dökkt súkkulaðiálegg frá Rapunzel
 Fersk ber eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Þeytið vanillusósuna þar til hún verður þykk og létt í sér. Takið hana til hliðar.

2

Þeytið 130 ml af rjómanum í annarri skál.

3

Blandið rjómanum og vanillusósunni varlega saman með sleif.

4

Smátt skerið súkkulaði og blandið varlega saman við vanillublönduna.

5

Þekjið 25x12 cm form með plastfilmu og hellið blöndunni í það. Frystið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.

6

Bræðið súkkulaðiáleggið ásamt 50-100 ml Oatly rjóma á vægum hita. Blandið vel saman og kælið.

7

Takið ísinn úr forminu með því að hvolfa honum varlega á fallegan bakka. Takið plastfilmuna af ísnum og hellið súkkulaðisósunni yfir eftir smekk.

8

Skreytið með berjum og berið fram með restinni af sósunni. Njótið.


Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 fernur Oatly vanillusósa
 1 ferna Oatly rjómi
 2 plötur hrísgrjónasúkkulaði með heslihnetufyllingui frá Rapunzel
  krukka dökkt súkkulaðiálegg frá Rapunzel
 Fersk ber eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Þeytið vanillusósuna þar til hún verður þykk og létt í sér. Takið hana til hliðar.

2

Þeytið 130 ml af rjómanum í annarri skál.

3

Blandið rjómanum og vanillusósunni varlega saman með sleif.

4

Smátt skerið súkkulaði og blandið varlega saman við vanillublönduna.

5

Þekjið 25x12 cm form með plastfilmu og hellið blöndunni í það. Frystið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.

6

Bræðið súkkulaðiáleggið ásamt 50-100 ml Oatly rjóma á vægum hita. Blandið vel saman og kælið.

7

Takið ísinn úr forminu með því að hvolfa honum varlega á fallegan bakka. Takið plastfilmuna af ísnum og hellið súkkulaðisósunni yfir eftir smekk.

8

Skreytið með berjum og berið fram með restinni af sósunni. Njótið.

Vegan jólaís með heslihnetusúkkulaði

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
HeslihnetukubbarHér er á ferð ótrúlega einfalt hnetunammi eða orkukubbar, sem er einstaklega fljótlegt að skella í þar sem maður malar…