Fyrir þá sem þykja möndlugrauturinn ómissandi á jólunum er hér vegan útgáfa sem allir geta notið.

Klassískt Riz a L´Mande – Vegan

Fyrir þá sem þykja möndlugrauturinn ómissandi á jólunum er hér vegan útgáfa sem allir geta notið.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 100 g grautarhrísgrjón
 1 dl vatn
 5 dl Oatly iMat eða iKaffe haframjólk
 50 g hrásykur
 ½ tsk vanillukorn, t.d. frá Rapunzel
 ½ tsk himalaya salt
 1 tsk vanilludropar
 250 ml Oatly VISP þeytirjómi
 Kirsuberjasósa í krukku

Leiðbeiningar

1

Setjið hrísgrjónin í sigti og skolið undir köldu vatni í smá stund. Setjið í pott ásamt vatninu og sjóðið í 2-3 mín. Takið af hellunni og hellið vatninu af.

2

Bætið iMat hafrarjóma eða iKaffe haframjólk, sykri, vanillukornum og vanilludropum ásamt salti og sjóðið við vægan hita í 55-60 mín.

3

Hrærið reglulega í pottinum svo grauturinn brenni örugglega ekki við botninn. Kælið grautinn í að lágmarki 2-3 klst. Stífþeytið Oatly VISP hafrarjómann og blandið köldum grautnum saman við með sleikju, setjið möndluflögurnar saman við og blandið áfram með sleikjunni. Geymist í kæli og berið fram með kirsuberjasósu eða karamellusósu.


Uppskrift frá Völlu á grgs.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 100 g grautarhrísgrjón
 1 dl vatn
 5 dl Oatly iMat eða iKaffe haframjólk
 50 g hrásykur
 ½ tsk vanillukorn, t.d. frá Rapunzel
 ½ tsk himalaya salt
 1 tsk vanilludropar
 250 ml Oatly VISP þeytirjómi
 Kirsuberjasósa í krukku

Leiðbeiningar

1

Setjið hrísgrjónin í sigti og skolið undir köldu vatni í smá stund. Setjið í pott ásamt vatninu og sjóðið í 2-3 mín. Takið af hellunni og hellið vatninu af.

2

Bætið iMat hafrarjóma eða iKaffe haframjólk, sykri, vanillukornum og vanilludropum ásamt salti og sjóðið við vægan hita í 55-60 mín.

3

Hrærið reglulega í pottinum svo grauturinn brenni örugglega ekki við botninn. Kælið grautinn í að lágmarki 2-3 klst. Stífþeytið Oatly VISP hafrarjómann og blandið köldum grautnum saman við með sleikju, setjið möndluflögurnar saman við og blandið áfram með sleikjunni. Geymist í kæli og berið fram með kirsuberjasósu eða karamellusósu.

Klassískt Riz a L´Mande – Vegan

Aðrar spennandi uppskriftir