Allra besta heimabakaða fjölkornabrauðiðÞetta brauð baka ég mjög reglulega og hef gert í meira en áratug. Það er svo dásamlega einfalt, bragðgott og saðsamt. Það tekur enga stund að skella í það og smakkast dásamlega volgt með smjöri og osti eða bragðmiklum hummus. Ég nota allskonar fræ sem mér þykja góð í brauðið og heslihneturnar og kókosinn gefa virkilega gott bragð. Ég rista heslihneturnar áður en það er ekki nauðsynlegt. Svo má auðvitað sleppa þeim ef ofnæmi er til staðar t.d. Uppskriftin gæti svo hæglega verið vegan, eina sem þarf þá að gera er að skipta hunanginu út fyrir hlynsíróp. Ég mæli ekki með því að sleppa sætunni því hún ýtir einhvern veginn undir bragðið af öllum fræjunum og hnetunum. Upphaflega var þetta uppskriftin af „Gló brauðinu“ en uppskriftin hefur þróast mikið þó grunnurinn sé alltaf hinn sami
KjúklingabaunasalatKjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði ferðalögin, útipiknik en líka skólanestið. Það er að sjálfsögðu hægt að setja kjúklingabaunasalat inní vefju, útá salatskálina, nota sem meðlæti eða topping á bakaða kartöflu / sæta kartöflu, á kexið…. ég held þið náið þessu 😉
Grískt salat með basil tófúteningum“Salat season is here”! Grískt salat er eitthvað sem flestir kannast við og er einstaklega sumarlegt. Hér fyrir neðan er uppskrift af marineruðum tófúteningum og hvernig ég nota þá í grískt salat. Í staðinn fyrir fetaost er ég að nota marinerað basil tófú sem gefur salatinu skemmtilega fyllingu, bragð og auka prótein. Fullkomið salat til að bera fram með grilluðu grænmeti í sumar eða með pastarétt… salatið er líka hægt að borða bara eitt og sér. Það er svo auðvitað hægt að nota tófúteningana í annarskonar salöt eins og t.d. quinoa eða pastasalöt eða útí pastasósuna eða sem hluta af fyllingu inní vefju eða pítu. Ég vona að færslan og uppskriftin veiti ykkur innblástur til að prófa ykkur áfram með tófú í sumar.
HindberjakokteillÞetta er sumardrykkurinn í ár! Einfaldur og bragðgóður með ljúffengri froðu og hindberjabragði. Hann inniheldur Cointreau, fersk hindber, lime, eggjahvítu, sódavatn og klaka.
BBQ pizza með kjúklingiÞessi pizza er hreint út sagt guðdómleg og skemmtileg tilbreyting frá klassískri pizzu! Að elda kjúklinginn og baka pizzuna í pizzaofninum tekur þetta auðvitað alveg á næsta stig þó vel sé hægt að njóta pizzunnar úr hefðbundnum ofni líka!
Bruschettur með burrata, berjum og pistasíumBruschettur sem bragðast alveg dásamlega. Þær eru svo ferskar, sætar og bragðgóðar með burrata osti, hindberjum, brómberjum, hunangi og pistasíum. Tilvalið að bera fram í veislum, sem forrétt eða sem léttan rétt í sumar. Svo er um að gera að njóta með ísköldu cava rosé, það passar mjög vel með.
Ljúffengar Satay núðlur á korteriÞað er svo ósköp freistandi að sækja tilbúinn mat þegar við erum í tímaþröng eða bara löt. Það er hins vegar afar fljótlegt að græja gómsæta núðlurétti heima og ég fullyrði að þeir séu ekkert síðri en það sem hægt sé að taka með sér heim. Þessi er einn af okkar uppáhalds og það tekur enga stund að útbúa hann. Ég skipti oft út grænmetinu fyrir það sem ég á til í kælinum og það er ekkert heilagt í magni á neinu. Satay sósan er algjört uppáhald á heimilinu og ég á hana yfirleitt alltaf til ásamt núðlum. Restina er hægt að vinna í kringum!
Persneskt flatbrauð með krydduðu lambakjöti, hummus, konfekt hvítlauk og shirazi salatiÞessi réttur lítur út fyrir að vera mjög flókinn og tímafrekur en ef skipulagið er gott ætti þetta ekki að taka langan tíma. Þetta er alveg ekta réttur til þess að dunda sér við á frídegi og bjóða góðum vinum að njóta með. Matur frá Mið-Austurlöndum hefur lengi verið í uppáhaldi hjá okkur hjónum og við höfum prófað okkur áfram með allskonar rétti og krydd. Þegar við vorum í París um daginn fórum við á lítinn fjölskyldurekinn líbanskan veitingastað. Hummusinn sem borinn var þar fram mun líklega seint líða okkur úr minni og ég hef gert nokkrar tilraunir til að endurgera hann heima. Árangurinn hefur farið fram úr mínum björtustu vonum en það eru nokkur atriði sem gera hann frábrugðinn öðrum sem ég hef gert líkt og að setja klaka í hann en þeir gera hummusinn extra mjúkan. Best er að byrja á því að útbúa konfekt hvítlaukinn og deigið í flatbrauðin, útbúa þá hummusinn og lambakjötið ásamt salatinu. Þegar það er komið tekur enga stund að setja saman flatbrauðið og baka í ofni. Við berum síðan flatbrauðið fram með hummusnum og salatinu og það er alveg dásamlegt að dreifa aðeins af hvítlauksolíunni yfir brauðið. Þvílík veisla fyrir bragðlaukana!
Guðdómleg gulrótarkaka með ristuðum pekanhnetum og rúsínumGulrótarkökur hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og þessi uppskrift er ein af mínum uppáhalds. Ég veit í sannleika sagt ekki af hverju ég hef ekki sett hana fyrr á síðuna en hún klárast alltaf upp til agna og er í miklu uppáhaldi hjá fleirum en mér. Í þessari er hellings næring og aðeins minni sykur en í þeim mörgum. Kókosolían frá Rapunzel er bragðlaus og frábær í bakstur eins og þessa köku. Ég nota einnig hafrahveiti á móti venjulegu hveiti en það gefur mjög gott bragð. Hafrarnir gera hana aðeins lausari í sér en hún er vel djúsí svo það kemur ekki að sök. Hún er svo toppuð með allra besta rjómaostakreminu og söxuðum pekanhnetum.
Mexíkóskt quinoa salatQuinoa er sennilega uppáhalds „kornið“ mitt. Tæknilegar séð er það reyndar ekki korn heldur fræ. Quinoa er glútenlaust, próteinríkt og inniheldur trefjar. Það hefur nokkuð hlutlaust bragð sem bíður uppá allskonar möguleika fyrir kryddskúffuna. Hér höfum við mexíkó quinoa sem er ótrúlega gott sem meðlæti, sem mexíkó salatgrunnur, sem fylling inní burritovefjuna eða t.d. til að toppa bakaða sæta kartöflu. Quinoað má borða bæði heitt og kalt sem getur verið hentugt fyrir nestið eða flótlega afgangamáltíð. Þessi hefur verið í uppáhaldið hjá okkur lengi, bæði hjá börnum og fullorðnum.
1 9 10 11 12 13 116