fbpx

Tagliatelle bolognese með burrata

Klassískt bolognese er alltaf gott og líklegt er að flestir lumi á góðri uppskrift. Hér er ein útgáfa sem klikkar ekki.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 stk laukur
 3 stk gulrætur
 2 stk sellerí stilkar
 4 stk hvítlauksrif
 ólífuolía
 500 g nautahakk
 1 stk krukka af Heinz sósu með tómötum og chilli
 1 msk tómatpúrra
 2 msk fersk steinselja smátt skorin
 salt og pipar
 1 msk nautakraftur t.d Oscar
 ½ dl vatn (eða magn eftir smekk)
Til að toppa réttinn
 12 stk burrata ostur
 rifinn parmesan ostur
 fersk basilika

Leiðbeiningar

1

Smátt skerið lauk, gulrætur og sellerí. Steikið upp úr vægum hita í pott eða á pönnu. Bætið krömdum eða pressuðum hvítlauk saman við þegar laukurinn er aðeins búinn að mýkjast.

2

Bætið nautahakkinu saman við og steikið þar til það er orðið eldað.

3

Hellið sósunni út í ásamt tómatpúrru, steinselju, salti, pipar, nautakrafti og vatni.
Blandið vel saman og leyfið þessu að malla í dágóða stund. Ég læt þetta malla í um klukkustund eða lengur. Því lengur því betra.

4

Sjóðið tagliatelle eftir leiðbeiningum á pakkningu.

5

Blandið tagliatelle út í nautahakkið eða berið fram í sitthvoru lagi þannig að hver og einn getur skammtað sér.

6

Toppið svo réttinn með rifnum parmesan osti, burrata og ferskri basilíku.


MatreiðslaMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 stk laukur
 3 stk gulrætur
 2 stk sellerí stilkar
 4 stk hvítlauksrif
 ólífuolía
 500 g nautahakk
 1 stk krukka af Heinz sósu með tómötum og chilli
 1 msk tómatpúrra
 2 msk fersk steinselja smátt skorin
 salt og pipar
 1 msk nautakraftur t.d Oscar
 ½ dl vatn (eða magn eftir smekk)
Til að toppa réttinn
 12 stk burrata ostur
 rifinn parmesan ostur
 fersk basilika

Leiðbeiningar

1

Smátt skerið lauk, gulrætur og sellerí. Steikið upp úr vægum hita í pott eða á pönnu. Bætið krömdum eða pressuðum hvítlauk saman við þegar laukurinn er aðeins búinn að mýkjast.

2

Bætið nautahakkinu saman við og steikið þar til það er orðið eldað.

3

Hellið sósunni út í ásamt tómatpúrru, steinselju, salti, pipar, nautakrafti og vatni.
Blandið vel saman og leyfið þessu að malla í dágóða stund. Ég læt þetta malla í um klukkustund eða lengur. Því lengur því betra.

4

Sjóðið tagliatelle eftir leiðbeiningum á pakkningu.

5

Blandið tagliatelle út í nautahakkið eða berið fram í sitthvoru lagi þannig að hver og einn getur skammtað sér.

6

Toppið svo réttinn með rifnum parmesan osti, burrata og ferskri basilíku.

Tagliatelle bolognese með burrata

Aðrar spennandi uppskriftir