fbpx

BBQ kjúklingaleggir og maísrif

Það kunna flestir að meta eitthvað einfalt og gott á grillið. Hér höfum við eina slíka uppskrift og kjúklingaleggir með bbq eru auðvitað eitthvað sem flestir elska!

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Maísrif
 4 stk ferskir maísstönglar
 8 msk Caj P original grillolía (muna hrista flöskuna)
 50 g smjör
 3 stk hvítlauksrif
 4 msk mulinn fetaostur (kubbur)
 kóríander
BBQ kjúklingaleggir
 18 stk kjúklingaleggir
 Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa
 Kjúklingakrydd
Köld sósa
 200 g Mayones
 100 g sýrður rjómi
 Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa
 2 tsk lime safi
 salt, pipar og hvítlauksduft

Leiðbeiningar

Maísrif
1

Skerið maísstönglana í 4 hluta eftir lengdinni.

2

Penslið með Caj P grillolíu og setjið á álbakka/álpappír á grillinu við háan hita.

3

Snúið nokkrum sinnum og eldið þar til maísinn fer aðeins að krullast upp, þetta tekur á bilinu 12-15 mínútur.

4

Hitið smjör og rífið hvítlaukinn út í og penslið á maísinn þegar hann er tilbúinn.

5

Stráið muldum fetaosti og kóríander yfir í lokin.

BBQ kjúklingaleggir
6

Kryddið leggina vel með kjúklingakryddi.

7

Grillið við frekar háan hita í um 15 mínútur, snúið reglulega.

8

Penslið einni umferð af BBQ sósu á leggina meðan þeir eru á grillinu og berið svo meira á þá um leið og þeir koma af grillinu.

Köld sósa
9

Setjið allt saman í skál og pískið saman.

10

Kryddið eftir smekk.
Sósan er góð bæði með kjúklingnum og fyrir maísinn.


DeilaTístaVista

Hráefni

Maísrif
 4 stk ferskir maísstönglar
 8 msk Caj P original grillolía (muna hrista flöskuna)
 50 g smjör
 3 stk hvítlauksrif
 4 msk mulinn fetaostur (kubbur)
 kóríander
BBQ kjúklingaleggir
 18 stk kjúklingaleggir
 Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa
 Kjúklingakrydd
Köld sósa
 200 g Mayones
 100 g sýrður rjómi
 Hunt‘s Honey Mustard BBQ sósa
 2 tsk lime safi
 salt, pipar og hvítlauksduft

Leiðbeiningar

Maísrif
1

Skerið maísstönglana í 4 hluta eftir lengdinni.

2

Penslið með Caj P grillolíu og setjið á álbakka/álpappír á grillinu við háan hita.

3

Snúið nokkrum sinnum og eldið þar til maísinn fer aðeins að krullast upp, þetta tekur á bilinu 12-15 mínútur.

4

Hitið smjör og rífið hvítlaukinn út í og penslið á maísinn þegar hann er tilbúinn.

5

Stráið muldum fetaosti og kóríander yfir í lokin.

BBQ kjúklingaleggir
6

Kryddið leggina vel með kjúklingakryddi.

7

Grillið við frekar háan hita í um 15 mínútur, snúið reglulega.

8

Penslið einni umferð af BBQ sósu á leggina meðan þeir eru á grillinu og berið svo meira á þá um leið og þeir koma af grillinu.

Köld sósa
9

Setjið allt saman í skál og pískið saman.

10

Kryddið eftir smekk.
Sósan er góð bæði með kjúklingnum og fyrir maísinn.

BBQ kjúklingaleggir og maísrif

Aðrar spennandi uppskriftir