Grænmetisréttir

Einfalt og gott Gnocchi pasta með NdujaÉg lofa að þennan rétt tekur ekki nema max 10 mínútur að gera og samt er hann afar bragðmikill og góður. Mæli með að hafa með honum gott hvítlauksbrauð og salat og nóg af sætum drykk eða mjólk til að drekka með því eins og ég segi þá er hann sterkur.
Vegan ostasalatOstasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll fjölskyldan saman, allir hennar 36 afkomendur, makar og tengdafjölskylda. Amma sjálf hefur alltaf verið þekkt fyrir að sýna ást sína með mat og enginn kemur í heimsókn til hennar nema fara þaðan pakksaddur. Afkomendurnir hafa svolítið erft þetta frá henni og var veislan því einhverskonar pálínuboð á sterum. Í síðustu viku ákvað ég að prófa mig áfram með vegan útgáfu af klassísku ostasalati og mér fannst það heppnast svo vel að það fékk að koma með í veisluna hennar ömmu.
Spæsí chipotle salatÓtrúlega ferskt og gott salat með spæsí tófú, maísbaunum og jalapeno dressingu. Algjör bragðlauka bomba! Við getum sagt að þetta salat sé sumarlegt og saðsamt. Tilvalið sem bæði aðalréttur eða salat með aðalrétti.
Grænmeti tostadasEinfaldur réttur sem þið verðið að prófa! Stökkar spelt og hafra tortilla með dásamlegu krydduðu grænmeti og kjúklingabaunum, bræddum osti og gómsætri sósu
Kjúklingabaunir í Tikka Masala sósuEinfaldur kjúklingabaunaréttur úr smiðju Hildar Ómars. "Mögulega sá einfaldasti. Ef veganúar er ekki rétti tíminn til að elda úr baunum þá veit ég ekki hvað." segir Hildur
Kínóasalat með grænkáli og ólífumAlveg geggjað kínóasalat með grænkáli og ólífum sem má bæði borða heitt og kalt og því tilvalið til að eiga í ísskápnum og grípa fram sem meðlæti eða einfaldlega bæta dós af nýrnabaunum útí og borða sem aðalrétt.
Bragðmiklar og einfaldar Madras Naan snitturÞessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!
Patak´s linsubaunapottrétturHér kemur Pataks linsuréttur sem er með þeim einfaldari! Mjúkar linsubaunirnar og bragðgóða karrítómatsósa bráðna í munni. Borið fram með hrísgrjónum eða naan brauði er þetta bæði nærandi og ómótstæðilega gómsætt.
1 2 3 4 8