Eftirréttir

SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift tikkar í öll þau box. Ofureinföld þar sem við kaupum tilbúið smjördeig og púslum svo bara hráefnunum saman. Fullkomið í bröns eða sem eftirréttur sérstaklega á Valentínusardaginn eða Bónda og Konudaginn.
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem er mjög ljúffengur.
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í uppskriftina.
Hátíðlegur kaffi & saltkaramellu desertÞað er bæði fallegt og þægilegt að bera fram eftirrétti í fallegum glösum. Hvers kyns osta- og skyrkökur eru sérlega einfaldar og sparilegar í slíkum búningi. Ég ákvað hérna að skeyta saman tiramisu fyllingu saman við saltkaramellukex sem bleytt var upp í með sterku kaffi og heimagerða saltkaramellu. Kaffi og karamella fara svona óskaplega vel saman og þessi eftirréttur er fullkominn endir á veislumáltíð. Hægt er að gera hann með góðum fyrirvara sem einfaldar matarboðið til muna. Þessi mun sannarlega slá í gegn um áramótin!
Súkkulaðikókos íssósaHér er á ferðinni dásamleg íssósa með súkkulaðikókos bragði. Einföld og fljótleg í framkvæmd, tilvalin með jólaísnum.
Cointreau konfektmolarÞað er fátt sem toppar heimatilbúnar jólagjafir og ekki skemmir fyrir ef hún er himnesk á bragðið. Hér er ein slík hugmynd, Cointreau konfektmolar búnir til úr kransakökumassa og bræddu súkkulaði með appelsínubragði.
Hvítsúkkulaði ostakaka með kókoskexbotni, hvítsúkkulaði ganache og ristuðum kókosKókos og hvítt súkkulaði er ein af mínum uppáhalds bragðsamsetningum (er það ekki annars orð?) og ef við gerum ostaköku þar sem kókos og hvítt súkkulaði er í aðalhlutverki, hvað gæti þá mögulega klikkað? Alls ekkert ef þú spyrð mig! Ég bæti ekki sætu við fyllinguna né í botninn en mér fannst það alger óþarfi. Hvíta súkkulaðið sér alveg um að halda sætunni uppi. Fyllingin er silkimjúk og að ásettu ráði setti ég heldur ekki matarlím í hana en það má alveg bæta því við ef þið viljið hafa kökuna alveg stífa. Það er áberandi gott kókosbragð af henni en alls ekki of yfirþyrmandi. Kókoskexið sem ég nota í botninn er algerlega stórkostlegt í ostakökur og þið verðið sannarlega ekki svikin af þessari.
Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahiniÞað er skemmtilegt að sjá hvað sumar matarhugmyndir fara á flug um allt internetið. Þetta döðlunammi er einmitt ein þeirra. Aðferðin er algjörlega brillant, svo einföld og fljótleg svo ég skil vel að hún hafi farið viral en svo eru möguleikarnir við samsetninguna endalausir. Ég er tahini unnandi og elska hvernig poppað quinoa gefur skemmtilega áferð, crunch og smá hnetulegan keim sem gefur namminu skemmtilega fyllingu og karakter. Döðlurnar verða eins og tjúí karamella og eru dísætar svo ég toppaði nammið með 100% súkkulaði. Það er auðvitað hægt að nota hvaða súkkulaði sem er en sætan frá döðlunum nær alveg að núlla allt biturt bragð frá 100% súkkulaðinu.
Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanilÉg er yfirleitt þessi ofurskynsama týpa sem tekur sér langan tíma í að taka “stórar” ákvarðanir…. Ég hef svo sannarlega fengið hressliega áminningu um að lífið er núna og ég ákvað til tilbreytingar að vera frekar spontant (og mögulega óskynsöm, það á eftir að koma í ljós seinna) og keypti tæplega 30 ára gamlan húsbíl. Okkur hefur lengi dreymt um að ferðast um á “van” eða einhverskonar húsbíl um Svíþjóð svo þetta var ekki alveg útí bláinn hugmynd og vonandi fyrsta skrefið í að láta drauminn rætast. Húsbíll hefur þann kost að hægt er að taka “eldhúsið” með sér á ferðalagið sem er það sem mér finnst svo heillandi og er akkurat það sem ég gerði í sumar og fékk matvinnsluvélin mín að koma með. Ég fyllti skápana af þeim þurrvörum sem bjóða uppá sem flesta möguleika í matargerð og að sjálfsögðu hráefni sem bauð uppá kúlugerð. Þessi uppskrift varð til í húsbílnum og varð alveg óvart galið góð, sú besta sem Raggi hafði smakkað svo mig langar endilega að deila henni með ykkur.
Guðdómleg bökuð ostakaka með heimagerðri saltkaramelluÞað er ekki algengt að sjá bakaðar ostakökur á íslenskum veisluborðum, mig grunar að það sé vegna þess að þær geta verið svolítið tímafrekar en afraksturinn er algjörlega stórkostlegur og alveg þess virði að dútla við gerð þeirra. Þessi er alveg hreint sjúkleg, í botninn nota ég hafrakexið frá Nairn‘s með saltkaramellunni. Fyllingin er klassísk vanillu ostakaka og á toppinn smyr ég heimagerðri saltkaramellu sem fátt toppar. Þið verðið að prófa þessa fyrir næstu veislu eða saumaklúbbana sem fara að hefja göngu sína aftur eftir gott sumarfrí!
1 2 3 4 25