fbpx

Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini

Það er skemmtilegt að sjá hvað sumar matarhugmyndir fara á flug um allt internetið. Þetta döðlunammi er einmitt ein þeirra. Aðferðin er algjörlega brillant, svo einföld og fljótleg svo ég skil vel að hún hafi farið viral en svo eru möguleikarnir við samsetninguna endalausir. Ég er tahini unnandi og elska hvernig poppað quinoa gefur skemmtilega áferð, crunch og smá hnetulegan keim sem gefur namminu skemmtilega fyllingu og karakter. Döðlurnar verða eins og tjúí karamella og eru dísætar svo ég toppaði nammið með 100% súkkulaði. Það er auðvitað hægt að nota hvaða súkkulaði sem er en sætan frá döðlunum nær alveg að núlla allt biturt bragð frá 100% súkkulaðinu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Ferskar mjúkar döðlur
 Lífrænt poppað quinoa frá Rapunzel
 100% súkkulaði, má líka nota 70-80% súkkulaði frá Rapunzel
 Salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að steinhreinsa döðlurnar og leggja þær nokkuð flatar á bökunarpappír þétt við hver aðra. Setjið svo aðra örk af bökunarpappír yfir og fletjið þær ennþá meira út með t.d. bökunarkefli eða glasi.

2

Lyftið örkinni af döðlunum og dreifið tahini yfir döðlurnar.

3

Dreifið svo poppuðu quinoa yfir tahinilagið.

4

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið svo yfir quinoað og dreifið úr því svo það myndi þekjandi súkkulaðilag.

5

Komið örkinni fyrir í nestisboxi eða á plötu sem kemst í frystinn og leyfið að kólna í ca klukkustund.

6

Takið út úr frysti, skerið í mola og njótið.

…. sleikið puttana þegar nammið er búið og gerið meira...!


MatreiðslaMatargerð

DeilaTístaVista

Hráefni

 Ferskar mjúkar döðlur
 Lífrænt poppað quinoa frá Rapunzel
 100% súkkulaði, má líka nota 70-80% súkkulaði frá Rapunzel
 Salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að steinhreinsa döðlurnar og leggja þær nokkuð flatar á bökunarpappír þétt við hver aðra. Setjið svo aðra örk af bökunarpappír yfir og fletjið þær ennþá meira út með t.d. bökunarkefli eða glasi.

2

Lyftið örkinni af döðlunum og dreifið tahini yfir döðlurnar.

3

Dreifið svo poppuðu quinoa yfir tahinilagið.

4

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið svo yfir quinoað og dreifið úr því svo það myndi þekjandi súkkulaðilag.

5

Komið örkinni fyrir í nestisboxi eða á plötu sem kemst í frystinn og leyfið að kólna í ca klukkustund.

6

Takið út úr frysti, skerið í mola og njótið.

…. sleikið puttana þegar nammið er búið og gerið meira...!

Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…