fbpx

Cointreau konfektmolar

Það er fátt sem toppar heimatilbúnar jólagjafir og ekki skemmir fyrir ef hún er himnesk á bragðið. Hér er ein slík hugmynd, Cointreau konfektmolar búnir til úr kransakökumassa og bræddu súkkulaði með appelsínubragði.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 400 g súkkulaði, ljóst eða dökkt eftir smekk
 1 dl rjómi
 25 g smjör
 Cointreau líkjör eftir smekk
 400 g tilbúinn kransakökumassi

Leiðbeiningar

1

200 g af súkkulaðinu er brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Látið suðuna koma upp á rjómanum og hellið honum síðan hægt og rólega saman við súkkulaðið. Bætið smjörinu í og hrærið vel. Bragðbætið með líkjörnum eftir smekk og látið blönduna standa í kæli yfir nótt eða í 12-15 klukkustundir.

2

Sprautið kransakökumassanum í litlar, hringlaga kökur.

3

Bakið við 200 gráður í 6-8 mínútur. Kælið kökurnar. Takið súkkulaðimassann úr kæli og sprautið honum ofan á kökurnar. Látið kökurnar í kæli í 10-15 mínútur. Bræðið restina af súkkulaðinu og dýfið kökunum ofan í.

4

Setið kökurnar ofan í fallega krukku og með slaufu. Falleg gjöf og himnesk á bragðið!


Uppskrift eftir Lindu Ben.

DeilaTístaVista

Hráefni

 400 g súkkulaði, ljóst eða dökkt eftir smekk
 1 dl rjómi
 25 g smjör
 Cointreau líkjör eftir smekk
 400 g tilbúinn kransakökumassi

Leiðbeiningar

1

200 g af súkkulaðinu er brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Látið suðuna koma upp á rjómanum og hellið honum síðan hægt og rólega saman við súkkulaðið. Bætið smjörinu í og hrærið vel. Bragðbætið með líkjörnum eftir smekk og látið blönduna standa í kæli yfir nótt eða í 12-15 klukkustundir.

2

Sprautið kransakökumassanum í litlar, hringlaga kökur.

3

Bakið við 200 gráður í 6-8 mínútur. Kælið kökurnar. Takið súkkulaðimassann úr kæli og sprautið honum ofan á kökurnar. Látið kökurnar í kæli í 10-15 mínútur. Bræðið restina af súkkulaðinu og dýfið kökunum ofan í.

4

Setið kökurnar ofan í fallega krukku og með slaufu. Falleg gjöf og himnesk á bragðið!

Cointreau konfektmolar

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…