fbpx

Osta og berjabakki fyrir páskana

Hvernig væri að útbúa fallegan bakka um páskana með berjum, ostum, pönnukökum og fleira gómsætu? Bera það fram með ísköldu Cava og njóta í botn í fríinu. Fullkomið í páskabrönsinn, hittingana eða jafnvel sem forréttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 200 g Driscoll´s jarðarber (magn eftir smekk)
 150 g Driscoll´s bláber (magn eftir smekk)
 1 stk Driscoll´s Hindberja askja
 1 stk Driscoll´s brómberja askja
 1 ½ stk Brie ostur
 ½ stk Súrdeigs bruschetta
 Jarðaberjapönnurkökur (uppskrift fylgir)
 Havarti ostur með jalapeno
 Ítalskt salami
 Drekaávöxtur
 Ástaraldin
 Chili sulta
 Hlynsíróp
Jarðaberjapönnukökur
 3 dl spelt
 1 msk kókospálmasykur (eða önnur sæta t.d hunang)
 1 tsk vínsteinslyftiduft
 ½ tsk salt
 1 tsk vanilludropar
 1 stk egg
 2 msk ólífuolía
 2 msk grískt jógúrt
 2 ½ dl mjólk
 Jarðaber frá Driscoll´s eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið að útbúa pönnukökurnar (uppskrift að neðan).

Útbúið rós úr salami. Sjá aðferð hér.
Raðið öllu saman á bakka og njótið vel.

2

Skerið baguette í sneiðar. Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og hellið smá ólífuolíu yfir, salti og pipar. Bakið í ofni við 190°C í 7-10 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar.

3

Hellið hlynsírópi í litla skál og setjið chili sultu í aðra litla skál.

4

Skerið út kanínu úr brie ostinum og notið kökuform sem þið eigið til að skera út skemmtilegt form úr havarti ostinum.

5

Útbúið rós úr salami. T.d hægt að nota vínglas til að móta rósina

6

Raðið öllu saman á bakka og njótið vel.

Jarðaberjapönnukökur
7

Hrærið þurrefnunum saman. Hrærið því næst restinni saman við.

8

Skerið jarðarber í sneiðar.

9

Þekjið hverja jarðarberjasneið með pönnukökudeiginu.

10

Steikið við vægan hita á pönnu. Berið fram með hlynsírópi og njótið.


Uppskrift eftir Hildi Rut

MatreiðslaMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 200 g Driscoll´s jarðarber (magn eftir smekk)
 150 g Driscoll´s bláber (magn eftir smekk)
 1 stk Driscoll´s Hindberja askja
 1 stk Driscoll´s brómberja askja
 1 ½ stk Brie ostur
 ½ stk Súrdeigs bruschetta
 Jarðaberjapönnurkökur (uppskrift fylgir)
 Havarti ostur með jalapeno
 Ítalskt salami
 Drekaávöxtur
 Ástaraldin
 Chili sulta
 Hlynsíróp
Jarðaberjapönnukökur
 3 dl spelt
 1 msk kókospálmasykur (eða önnur sæta t.d hunang)
 1 tsk vínsteinslyftiduft
 ½ tsk salt
 1 tsk vanilludropar
 1 stk egg
 2 msk ólífuolía
 2 msk grískt jógúrt
 2 ½ dl mjólk
 Jarðaber frá Driscoll´s eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið að útbúa pönnukökurnar (uppskrift að neðan).

Útbúið rós úr salami. Sjá aðferð hér.
Raðið öllu saman á bakka og njótið vel.

2

Skerið baguette í sneiðar. Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og hellið smá ólífuolíu yfir, salti og pipar. Bakið í ofni við 190°C í 7-10 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar.

3

Hellið hlynsírópi í litla skál og setjið chili sultu í aðra litla skál.

4

Skerið út kanínu úr brie ostinum og notið kökuform sem þið eigið til að skera út skemmtilegt form úr havarti ostinum.

5

Útbúið rós úr salami. T.d hægt að nota vínglas til að móta rósina

6

Raðið öllu saman á bakka og njótið vel.

Jarðaberjapönnukökur
7

Hrærið þurrefnunum saman. Hrærið því næst restinni saman við.

8

Skerið jarðarber í sneiðar.

9

Þekjið hverja jarðarberjasneið með pönnukökudeiginu.

10

Steikið við vægan hita á pönnu. Berið fram með hlynsírópi og njótið.

Osta og berjabakki fyrir páskana

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…