fbpx

Jarðaberjabollur

Einfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í uppskriftina.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 250 g hvítt súkkulaði
 500 ml rjómi
 500 g jarðaber frá Driscoll´s
 3 msk flórsykur
Vatnsdeigsbollur
 80 g smjör
 2 dl vatn
 2 dl hveiti
 2 stk stór egg

Leiðbeiningar

1

Smátt skerið 200 g af jarðarberjum. Stappið eða maukið restina af jarðarberjunum með töfrasprota.

2

Þeytið rjóma og blandið jarðarberjunum og flórsykri varlega saman við.

3

Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið toppnum á bollunum útí súkkulaðið.

4

Fyllið bollurnar með jarðarberjarjómanum, lokið með hvítsúkkulaði toppunum og njótið vel.

Vatnsdeigsbollur
5

Byrjið á því að setja smjör og vatn í pott. Hrærið saman og hitið þar til suðan kemur upp. Takið þá pottinn af hellunni.

6

Blandið hveitinu saman við. Hærið vel þar til það verður að bollu, losnar frá pottinum og hættir að festast við pottinn.

7

Kælið og blandið einu eggi í einu saman við blönduna.

8

Notið tvær msk og dreifið deiginu í bollur á bökunarplötu þakta bökunarpappír.

9

Bakið í 25-30 mínútur við 200° á blæstri. Tíminn fer eftir því hversu stórar bollurnar eru.


Uppskrift eftir Hildi Rut

DeilaTístaVista

Hráefni

 250 g hvítt súkkulaði
 500 ml rjómi
 500 g jarðaber frá Driscoll´s
 3 msk flórsykur
Vatnsdeigsbollur
 80 g smjör
 2 dl vatn
 2 dl hveiti
 2 stk stór egg

Leiðbeiningar

1

Smátt skerið 200 g af jarðarberjum. Stappið eða maukið restina af jarðarberjunum með töfrasprota.

2

Þeytið rjóma og blandið jarðarberjunum og flórsykri varlega saman við.

3

Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið toppnum á bollunum útí súkkulaðið.

4

Fyllið bollurnar með jarðarberjarjómanum, lokið með hvítsúkkulaði toppunum og njótið vel.

Vatnsdeigsbollur
5

Byrjið á því að setja smjör og vatn í pott. Hrærið saman og hitið þar til suðan kemur upp. Takið þá pottinn af hellunni.

6

Blandið hveitinu saman við. Hærið vel þar til það verður að bollu, losnar frá pottinum og hættir að festast við pottinn.

7

Kælið og blandið einu eggi í einu saman við blönduna.

8

Notið tvær msk og dreifið deiginu í bollur á bökunarplötu þakta bökunarpappír.

9

Bakið í 25-30 mínútur við 200° á blæstri. Tíminn fer eftir því hversu stórar bollurnar eru.

Jarðaberjabollur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…