fbpx

Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanil

Ég er yfirleitt þessi ofurskynsama týpa sem tekur sér langan tíma í að taka “stórar” ákvarðanir…. Ég hef svo sannarlega fengið hressliega áminningu um að lífið er núna og ég ákvað til tilbreytingar að vera frekar spontant (og mögulega óskynsöm, það á eftir að koma í ljós seinna) og keypti tæplega 30 ára gamlan húsbíl. Okkur hefur lengi dreymt um að ferðast um á “van” eða einhverskonar húsbíl um Svíþjóð svo þetta var ekki alveg útí bláinn hugmynd og vonandi fyrsta skrefið í að láta drauminn rætast. Húsbíll hefur þann kost að hægt er að taka “eldhúsið” með sér á ferðalagið sem er það sem mér finnst svo heillandi og er akkurat það sem ég gerði í sumar og fékk matvinnsluvélin mín að koma með. Ég fyllti skápana af þeim þurrvörum sem bjóða uppá sem flesta möguleika í matargerð og að sjálfsögðu hráefni sem bauð uppá kúlugerð. Þessi uppskrift varð til í húsbílnum og varð alveg óvart galið góð, sú besta sem Raggi hafði smakkað svo mig langar endilega að deila henni með ykkur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 125 g pekanhnetur
 1 dl kókos og auka til að rúlla uppúr, u.þ.b. 30gr
 1 msk kakó
 1 tsk ceylon kanill
 13 stk ferskar steinhreinsaðar döðlur (um 130 gr)
 4 msk lífrænt möndlusmjör frá Rapunzel
 hnífsoddur salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að setja allt þurrefni í matvinnsuvél og malið í matvinnsluvél í svolitla stund þar til orðið að nokkuð fínu kurli.

2

Bætið svo við döðlum (ath það þarf að taka steinninn úr) og möndlusmjöri.

3

Takið ca 2 tsk af “deiginu” og kremjið saman og mótið kúlu.

4

Veltið kúlunum uppúr kókos og njótið.
Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 125 g pekanhnetur
 1 dl kókos og auka til að rúlla uppúr, u.þ.b. 30gr
 1 msk kakó
 1 tsk ceylon kanill
 13 stk ferskar steinhreinsaðar döðlur (um 130 gr)
 4 msk lífrænt möndlusmjör frá Rapunzel
 hnífsoddur salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að setja allt þurrefni í matvinnsuvél og malið í matvinnsluvél í svolitla stund þar til orðið að nokkuð fínu kurli.

2

Bætið svo við döðlum (ath það þarf að taka steinninn úr) og möndlusmjöri.

3

Takið ca 2 tsk af “deiginu” og kremjið saman og mótið kúlu.

4

Veltið kúlunum uppúr kókos og njótið.
Verði ykkur að góðu.

Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanil

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…