fbpx

Súkkulaðigott með karamellu

Hér höfum við ofureinfalt súkkulaðigott þar sem ég er búin að brjóta karamellubrjóstsykur, saltkringlur og pistasíukjarna yfir brætt dökkt súkkulaði. Gott að geta laumað sér í einn og einn bita þegar sætindaþörfin hellist yfir.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 280 g dökkt súkkulaði
 80 g Werther‘s Original Cream Candies
 60 g saltkringlur
 30 g pistasíukjarnar

Leiðbeiningar

1

Setjið brjóstsykur í einn poka og saltkringlur í annan og myljið gróft með kökukefli/buffhamri.

2

Klæðið um 20 x 20 cm kökuform að innan með bökunarpappír.

3

Bræðið súkkulaðið, hellið í kökuformið og sléttið úr.

4

Stráið muldum karamellubrjóstsykri, saltkringlum og pistasíum yfir allt og setjið í frysti í um 30 mínútur til klukkutíma.

5

Takið út og brjótið niður í bita.
Best finnst mér að geyma svona súkkulaðigott í ísskápnum.


DeilaTístaVista

Hráefni

 280 g dökkt súkkulaði
 80 g Werther‘s Original Cream Candies
 60 g saltkringlur
 30 g pistasíukjarnar

Leiðbeiningar

1

Setjið brjóstsykur í einn poka og saltkringlur í annan og myljið gróft með kökukefli/buffhamri.

2

Klæðið um 20 x 20 cm kökuform að innan með bökunarpappír.

3

Bræðið súkkulaðið, hellið í kökuformið og sléttið úr.

4

Stráið muldum karamellubrjóstsykri, saltkringlum og pistasíum yfir allt og setjið í frysti í um 30 mínútur til klukkutíma.

5

Takið út og brjótið niður í bita.
Best finnst mér að geyma svona súkkulaðigott í ísskápnum.

Súkkulaðigott með karamellu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SúkkulaðiíspinnarÉg eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og…
MYNDBAND
Oreo bragðarefurHér erum við með einfaldan en rosalega góðan heimagerðan Oreo bragðaref sem auðvelt er að græja heima.