fbpx

Einfalt og fljótlegt möndlunutella

Stundum langar mann í eitthvað sætt og það strax. …. og stundum þarf það bara að bragðast eins og súkkulaði. Ávextir er eitthvað sem er alltaf til á mínu heimili og kókosmöndlusmjörið frá Rapunzel er líka alltaf til hjá mér eins og hjá örugglega öllum sem hafa smakkað það. Ég elska ávexti en ég elska líka að poppa þá aðeins upp. Hér ákvað ég að skera niður ananas og taka fram kókosmöndlusmjörið sem ég var með við stofuhita og blanda smá kakó við það og sjá hvort úr yrði ekki eitthvað geggjað. Súkkulaðicravingið sem ég var með af hormónalegri orsök varð ekki fyrir vonbrigðum og það er alltaf skemmtilegra að uppfylla cravings á hollari máta. Ananas varð fyrir valinu hjá mér fyrir þessa mynd en sósuna er hægt að nota eins og hverskonar súkkulaðismjör/nutella.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 msk kókosmöndlusmjör m/döðlum frá Rapunzel (við stofuhita)
 1 msk kakó eða meira…*

Leiðbeiningar

1

Hráefnum komið fyrir í skál og hrært saman. Ef þú geymir kókosmöndlusmjörið á köldum stað þá er hægt að mýkja það upp með því að hita það yfir vatnsbaði.

*Því meira kakó því meira kakóbragð en kakó er biturt sem dregur úr sæta bragðinu. Mæli með að finna þitt jafnvægi. Ég vill mikið kakóbragð.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 msk kókosmöndlusmjör m/döðlum frá Rapunzel (við stofuhita)
 1 msk kakó eða meira…*

Leiðbeiningar

1

Hráefnum komið fyrir í skál og hrært saman. Ef þú geymir kókosmöndlusmjörið á köldum stað þá er hægt að mýkja það upp með því að hita það yfir vatnsbaði.

*Því meira kakó því meira kakóbragð en kakó er biturt sem dregur úr sæta bragðinu. Mæli með að finna þitt jafnvægi. Ég vill mikið kakóbragð.

Verði ykkur að góðu.

Einfalt og fljótlegt möndlunutella

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Súkkulaðigott með karamelluHér höfum við ofureinfalt súkkulaðigott þar sem ég er búin að brjóta karamellubrjóstsykur, saltkringlur og pistasíukjarna yfir brætt dökkt súkkulaði.…
MYNDBAND
SúkkulaðiíspinnarÉg eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og…
MYNDBAND
Oreo bragðarefurHér erum við með einfaldan en rosalega góðan heimagerðan Oreo bragðaref sem auðvelt er að græja heima.