fbpx

Hátíðlegur kaffi & saltkaramellu desert

Það er bæði fallegt og þægilegt að bera fram eftirrétti í fallegum glösum. Hvers kyns osta- og skyrkökur eru sérlega einfaldar og sparilegar í slíkum búningi. Ég ákvað hérna að skeyta saman tiramisu fyllingu saman við saltkaramellukex sem bleytt var upp í með sterku kaffi og heimagerða saltkaramellu. Kaffi og karamella fara svona óskaplega vel saman og þessi eftirréttur er fullkominn endir á veislumáltíð. Hægt er að gera hann með góðum fyrirvara sem einfaldar matarboðið til muna. Þessi mun sannarlega slá í gegn um áramótin!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kexblandan
 200 g Nairn’s saltkaramellukex
 50 g smjör brætt
 4 msk espresso eða mjög sterkt kaffi
 1 tsk skyndikaffiduft
Mascarpone fylling
 3 stk eggjarauður
 30 g sykur
 40 g púðursykur
 ¼ tsk salt
 300 g mascarpone rjómaostur, kaldur
 180 ml rjómi
 1 tsk vanilludropar
Saltkaramellusósa
 200 g sykur
 90 g smjör í bitum
 ½ bolli rjómi
 Væn klípa sjávarsalt

Leiðbeiningar

Saltkaramella
1

Setjið sykur á pönnu eða í pott og bræðið við vægan hita, varist að brenna sykurinn. Bætið smjörinu saman við og hrærið rösklega.

2

Hellið rjómanum út í og haldið áfram að hræra þangað til karamellan er samlöguð. Bætið salti saman við og hellið strax í krukku.

Aðferð & samsetning
3

Hellið upp á kaffið, mælið magnið í litla skál og hrærið kaffiduftinu saman við.

4

Myljið kexið smátt og blandið bræddu smjörinu saman við. Blandið kaffinu saman við.

5

Aðskiljið rauðurnar og setjið í hitaþolna skál. Setjið sykur, púðursykur og salt í skálina. Setjið botnfylli af vatni í pott og setjið skálina yfir.

6

Pískið eggjarauðurnar með sykrinum þar til sykurinn er bráðinn og blandan nær 73°C.

7

Takið skálina af hitanum og hrærið rjómaostinum og vanillu saman við með písk þar til blandan er kekkjalaus.

8

Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við ostablönduna með sleikju.

9

Takið fram 5-6 falleg glös eða krukkur jafnvel og byrjið á því að setja kaffikex blöndu í botninn. Setjið því næst ostablöndu og dreifið saltkaramellusósunni yfir. Endurtakið.

10

Setjið saltkaramellu og kaffikex mylsnu á toppinn.

Kælið í 2 klst. Berið fram kalt.

Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Kexblandan
 200 g Nairn’s saltkaramellukex
 50 g smjör brætt
 4 msk espresso eða mjög sterkt kaffi
 1 tsk skyndikaffiduft
Mascarpone fylling
 3 stk eggjarauður
 30 g sykur
 40 g púðursykur
 ¼ tsk salt
 300 g mascarpone rjómaostur, kaldur
 180 ml rjómi
 1 tsk vanilludropar
Saltkaramellusósa
 200 g sykur
 90 g smjör í bitum
 ½ bolli rjómi
 Væn klípa sjávarsalt

Leiðbeiningar

Saltkaramella
1

Setjið sykur á pönnu eða í pott og bræðið við vægan hita, varist að brenna sykurinn. Bætið smjörinu saman við og hrærið rösklega.

2

Hellið rjómanum út í og haldið áfram að hræra þangað til karamellan er samlöguð. Bætið salti saman við og hellið strax í krukku.

Aðferð & samsetning
3

Hellið upp á kaffið, mælið magnið í litla skál og hrærið kaffiduftinu saman við.

4

Myljið kexið smátt og blandið bræddu smjörinu saman við. Blandið kaffinu saman við.

5

Aðskiljið rauðurnar og setjið í hitaþolna skál. Setjið sykur, púðursykur og salt í skálina. Setjið botnfylli af vatni í pott og setjið skálina yfir.

6

Pískið eggjarauðurnar með sykrinum þar til sykurinn er bráðinn og blandan nær 73°C.

7

Takið skálina af hitanum og hrærið rjómaostinum og vanillu saman við með písk þar til blandan er kekkjalaus.

8

Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við ostablönduna með sleikju.

9

Takið fram 5-6 falleg glös eða krukkur jafnvel og byrjið á því að setja kaffikex blöndu í botninn. Setjið því næst ostablöndu og dreifið saltkaramellusósunni yfir. Endurtakið.

10

Setjið saltkaramellu og kaffikex mylsnu á toppinn.

Kælið í 2 klst. Berið fram kalt.

Hátíðlegur kaffi & saltkaramellu desert

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…