#toblerone

Himnesk Toblerone súkkulaðimúsÞessi súkkulaðimús er ein vinsælasta færslan hér á heimasíðunni, mörg þúsund manns heimsækja hana til dæmis fyrir hátíðirnar svo það er ekki hægt annað en mæla með henni í eftirrétt.
Marabou Daim ostakakaOstakökur eru sívinsælar og þessi hér er dásamlega ljúffeng með stökkum Oreobotni og mjúkri ostaköku með stökkum Marabou Daim bitum. Það er ýmist hægt að setja þær í form líkt og hér og skera þær í sneiðar en einnig er hægt að skipta uppskriftinni niður í nokkur minni glös og þá mætti sleppa gelatíninu. Það er hins vegar nauðsynlegt ef þið gerið heila köku og viljið að hún standi vel.
Fullkomni Toblerone ísinnÉg hugsa Toblerone ís sé eitthvað sem verður að vera á boðstólnum yfir hátíðirnar fyrir einhverja aðila. Þetta er algjör klassík og allir elska þennan ís, hvað þá þegar hann er borinn fram með heitri Tobleronesósu! Það er mun einfaldara en margur heldur að útbúa heimagerðan ís og þessi hér er einstaklega ljúffengur og góður.
Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu tobleroneRababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!
OREO súkkulaðimúsAlgjörlega guðdómleg súkkulaðimús og mikið sem það passaði vel að hafa OREO Crumbs í henni!
Toblerone bollurHér er ég búin að fylla vatnsdeigsbollur með Toblerone súkkulaði og bláberjum og það er hreinlega þannig að allar uppskriftir sem innihalda Toblerone eru góðar!
Draumkennd súkkulaðimúsHér er hin sívinsæla Toblerone súkkulaðimús Gotterí komin í nýrri útfærslu til þess að gefa ykkur enn frekari hugmyndir til að nýta þessa undursamlegu uppskrift.
1 2 3 4 6