Bollur með hvítu Toblerone og berjafyllingu

    

febrúar 5, 2021

Hvítt Toblerone, Daim kurl og berjarjómi, það þarf ekki að segja meira.

Hráefni

Skotheldar vatnsdeigsbollur

100 g smjör

2 dl vatn

2 dl hveiti

2 egg

Fylling

200 g jarðarber/hindber, fersk eða frosin

6 msk flórsykur

3 msk sítrónusafi

5 dl rjómi, þeyttur

Glassúr

300 g hvítt Toblerone súkkulaði

100 g Daim kúlur

Skraut

Saxað Daim súkkulaði

Leiðbeiningar

Skotheldar vatnsdeigsbollur

1Látið smjör og vatn saman í pott hitið þar til blandan er byrjuð að sjóða. Takið þá pottinn af hellunni og bætið hveiti saman við og hrærið þar til myndast hefur deigkúla.

2Setjið deigið í hrærivél og stillið á minnsta hraðann, svo mesti hitinn fari úr deiginu. Látið eggin saman í skál á meðan og léttþeytið. Hellið þeim svo smám saman út í deigblönduna á lágum hraða.

3Notið 2 matskeiðar til að móta ca. 8-10 bollur. Látið á ofnplötu með smjörpappír og setjið inn í ofn á 180°C á blæstri í 20-25 mínútur og opnið ekki ofninn fyrr en að þeim tíma liðnum svo bollurnar falli ekki.

Fylling

1Setjið hindber, flórsykur og sítrónusafa í pott og hitið við vægan hita þar til berin hafa maukast. Kælið.

2Blandað varlega saman við þeyttan rjóma.

3Setjið í bollurnar.

Glassúr

1Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið súkkulaði yfir bollurnar.

Skraut

1Stáið smátt söxuðu Daim yfir.

Uppskrift frá Berglindi GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO bollakökur

Æðislegar bollakökur með OREO smjörkremi.

OREO rjómaostakúlur

Ómótstæðilegar rjómaosta OREO kúlur með mjúku Milka súkkulaði. Aðeins 3 hráefni!

Vegan og sykurlaust „súkkulaði“ bananabrauð!

Dásamlegt Vegan og sykurlaust "súkkulaði" bananabrauð.