Jarðaberja Toblerone-vefja

  ,   

júní 23, 2021

Sumarlegur grillréttur með tvisti, grillaðir sykurpúðar og jarðarber í vefju.

Hráefni

4 stk Mission Street Taco mini tortillur

12 stk Driscolls jarðarber

8 stk stórir sykurpúðar

4 stk grillspjót

2 tsk hunang

8 stk Toblerone súkkulaði, lítil stykki, saxað

½ sítróna, börkurinn

2 msk mynta, fersk

Leiðbeiningar

1Þræðið jarðarber og sykurpúða til skiptis á grillspjót.

2Grillið í 30 sekúndur og snúið reglulega í um 2 mínútur. Dreifið hunangi yfir jarðarberin.

3Grillið tortillakökurnar, leggið spjótin ofan á þær og stráið súkkulaðinu yfir. Takið tortillurnar af grillinu og hellið hunangi yfir.

4Rífið niður myntuna og börkinn af sítrónunni og stráið yfir.

5Rúllið tortillunum upp eða brjótið þær saman.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ofur einfaldir hollir og lífrænir frostpinnar

Hér höfum við ofur einfalda holla og lífræna frostpinnum sem slóu rækilega í gegn hjá mínum strump. Þessir safar eru æði!

Fljótleg Vegan Súkkulaðimús með þeyttum rjóma

Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf.

Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakaka

Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu.