Toblerone ostakaka

  ,   

nóvember 23, 2020

Ómótstæðileg Toblerone ostakaka með OREO mulningi.

  • Fyrir: 8

Hráefni

Ostakaka

400 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita

130 g sykur

2 msk. Cadbury bökunarkakó

210 g brætt Toblerone

2 tsk. vanilludropar

250 g þeyttur rjómi

Önnur hráefni

500 ml þeyttur rjómi

8 Oreo kexkökur (muldar)

60 g saxað Toblerone til skrauts

Niðursoðin kirsuber til skrauts

Leiðbeiningar

Ostakaka

1Bræðið Toblerone og leggið til hliðar.

2Þeytið saman rjómaost og sykur.

3Bætið bökunarkakói saman við og því næst bræddu Toblerone ásamt vanilludropum og blandið létt saman.

4Að lokum má vefja þeytta rjómanum varlega saman við blönduna og setja hana í sprautupoka/zip lock poka.

Samsetning

1Setjið smá ostakökublöndu í botninn.

2Næst má setja rjómalag, síðan kúfaða matskeið af Oreo mulningi.

3Endurtakið nema í stað Oreo mulnings má setja saxað Toblerone og kirsuber á toppinn.

Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.