Draumkennd súkkulaðimús

  ,   

desember 21, 2020

Hér er hin sívinsæla Toblerone súkkulaðimús Gotterí komin í nýrri útfærslu til þess að gefa ykkur enn frekari hugmyndir til að nýta þessa undursamlegu uppskrift.

  • Fyrir: 6-8

Hráefni

Botn

18 Oreo kexkökur

70 g brætt smjör

Súkkulaðimús uppskrift

375 g Toblerone súkkulaði

120 g smjör

3 egg

450 ml stífþeyttur rjómi

Toppur og skraut

300 ml rjómi

1 msk. Cadbury bökunarkakó

1 msk. flórsykur

Ristaðar kókosflögur

Driscolls Hindber

Toblerone spænir (t.d hægt að skera með ostaskera af hliðunum)

Leiðbeiningar

Botn

1Myljið kexið niður í blandara og hellið í skál.

2Blandið bræddu smjörinu saman við og þjappið síðan í botninn á bökumóti.

3Kælið á meðan súkkulaðimúsin er útbúin.

Súkkulaðimús uppskrift

1Bræðið gróft saxað Toblerone og smjör yfir vatnsbaði.

2Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum og leyft að standa í um 5-7 mínútur til að hitinn rjúki aðeins úr (hrært í af og til). Athugið að það er allt í lagi þó núggatið sé ekki alveg bráðið, það er gott að finna aðeins fyrir því í músinni.

3Næst eru eggin pískuð saman og bætt saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum, hrært vel í á milli.

4Þá er um 1/3 af rjómanum blandað varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan allri restinni af rjómanum (þetta er gert til þess að músin skilji sig síður).

5Hellið yfir Oreobotninn og kælið í lágmark þrjár klukkustundir (einnig í lagi að plasta og geyma yfir nótt).

Toppur og skraut

1Þeytið saman rjóma, kakó og flórsykur þar til rjóminn er stífþeyttur.

2Smyrjið yfir kælda súkkulaðimúsina og skreytið með kókosflögum, hindberjum og Toblerone spæni.

3Geymið í kæli fram að notkun.

Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einföld skúffukaka

Góð skúffukaka er algjör klassík! Það má síðan sannarlega skreyta hana eftir tilefni og nú þegar Hrekkjavakan nálgast var gaman að leika sér með beinagrindahlaup og Oreo til að búa til „mold“ yfir kremið.

Tyrkisk Peber nammibitar

Þessir nammibitar eru himneskir. Rice krispies, Dumle karamellur, Tyrkisk Peber soft and salty og Milka rjómasúkkulaði - ó vá þetta getur ekki klikkað! Þeir slóu algjörlega í gegn hjá þeim sem smökkuðu. Hentar vel að útbúa bitana með fyrirvara og geyma í frystinum. Mæli mikið með!

Vegan New York ostakaka með jarðarberjum

Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa og bera fram með jarðarberjum....