OREO súkkulaðimús

    

mars 25, 2021

Algjörlega guðdómleg súkkulaðimús og mikið sem það passaði vel að hafa OREO Crumbs í henni!

  • Fyrir: 8-10

Hráefni

250 g Toblerone (gróft saxað)

250 g suðusúkkulaði (gróft saxað)

130 g smjör

3 egg

1 l rjómi (500 ml í mús og 500 fyrir topp)

120 g Oreo Crumbs (+ meira til skrauts)

Driscoll‘s hindber

Leiðbeiningar

1Bræðið báðar tegundir af súkkulaði og smjör í vatnsbaði, leggið til hliðar og leyfið hitanum að rjúka úr á meðan þið undirbúið annað.

2Þeytið rjómann og leggið til hliðar.

3Pískið saman eggin og pískið þau síðan saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum.

4Vefjið næst um 1/3 af þeytta rjómanum saman við og síðan restinni.

5Setjið súkkulaðimús í glös og kælið í að minnsta kosti klukkustund áður en þið skreytið með þreyttum rjóma, Oreo Crumbs og hindberjum.

Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marengs í krukku með Dumle

Ofureinfaldur eftirréttur sem auðvelt er að græja með stuttum fyrirvara

Ostaka í krukku með kókös- og möndlusmjöri og haframulningi

Ostakaka með möndlusmjöri, haframulningi og ferskum berjum sem er aðeins í hollari kantinum

Sykurlaus lakkrís ís

Lakkrís ísinn sem slær öll met! Einfaldur en afar ljúfengur.
Heita súkkulaði og lakkríssósan er himneskt útá hvaða ís sem er!