OREO súkkulaðimús

    

mars 25, 2021

Algjörlega guðdómleg súkkulaðimús og mikið sem það passaði vel að hafa OREO Crumbs í henni!

  • Fyrir: 8-10

Hráefni

250 g Toblerone (gróft saxað)

250 g suðusúkkulaði (gróft saxað)

130 g smjör

3 egg

1 l rjómi (500 ml í mús og 500 fyrir topp)

120 g Oreo Crumbs (+ meira til skrauts)

Driscoll‘s hindber

Leiðbeiningar

1Bræðið báðar tegundir af súkkulaði og smjör í vatnsbaði, leggið til hliðar og leyfið hitanum að rjúka úr á meðan þið undirbúið annað.

2Þeytið rjómann og leggið til hliðar.

3Pískið saman eggin og pískið þau síðan saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum.

4Vefjið næst um 1/3 af þeytta rjómanum saman við og síðan restinni.

5Setjið súkkulaðimús í glös og kælið í að minnsta kosti klukkustund áður en þið skreytið með þreyttum rjóma, Oreo Crumbs og hindberjum.

Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ofur einfaldir hollir og lífrænir frostpinnar

Hér höfum við ofur einfalda holla og lífræna frostpinnum sem slóu rækilega í gegn hjá mínum strump. Þessir safar eru æði!

Fljótleg Vegan Súkkulaðimús með þeyttum rjóma

Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf.

Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakaka

Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu.