fbpx

Himnesk Toblerone súkkulaðimús

Þessi súkkulaðimús er ein vinsælasta færslan hér á heimasíðunni, mörg þúsund manns heimsækja hana til dæmis fyrir hátíðirnar svo það er ekki hægt annað en mæla með henni í eftirrétt.

Magn10 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 g Toblerone súkkulaðigróft saxað
 150 g smjör
 4 stk egg
 600 ml stífþeyttur rjómi
Skraut
 500 ml stífþeyttur rjómi til skrauts
 Saxað Toblerone og rifsber til skrauts

Leiðbeiningar

1

Bræðið gróft saxað Toblerone og smjör yfir vatnsbaði.

2

Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum og leyft að standa í um 5-7 mínútur (hrært í af og til).

3

Eggin eru pískuð saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum, hrært vel í blöndunni á milli.

4

Um 1/3 af rjómanum er þá blandað saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan er restinni af rjómanum vafið saman við.

5

Skipt niður í 8-12 glös/skálar (fer eftir stærð) – kælið í lágmark þrjár klukkustundir (einnig í lagi að plasta og geyma yfir nótt).

6

Skreytið með þeyttum rjóma, rifsberjum og Toblerone.


Uppskrift eftir Berglindi á Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

 500 g Toblerone súkkulaðigróft saxað
 150 g smjör
 4 stk egg
 600 ml stífþeyttur rjómi
Skraut
 500 ml stífþeyttur rjómi til skrauts
 Saxað Toblerone og rifsber til skrauts

Leiðbeiningar

1

Bræðið gróft saxað Toblerone og smjör yfir vatnsbaði.

2

Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum og leyft að standa í um 5-7 mínútur (hrært í af og til).

3

Eggin eru pískuð saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum, hrært vel í blöndunni á milli.

4

Um 1/3 af rjómanum er þá blandað saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan er restinni af rjómanum vafið saman við.

5

Skipt niður í 8-12 glös/skálar (fer eftir stærð) – kælið í lágmark þrjár klukkustundir (einnig í lagi að plasta og geyma yfir nótt).

6

Skreytið með þeyttum rjóma, rifsberjum og Toblerone.

Himnesk Toblerone súkkulaðimús

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…