FílakaramellubrowniesFílakaramellur eru auðvitað löngu búnar að fanga hug og hjörtu landsmanna og þær má svo sannarlega nota í annað en að borða þær beint úr bréfinu.
HátíðarostakakaOstakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. Þar sem hátíðirnar nálgast er þessi hér sett í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni!
Krönsí Daim smákökurHvað er betra en Daim súkkulaði í smákökur? Þessar eru með þeim betri, mjúkar að innan og stökkar að utan. Daim súkkulaðið gerir kökurnar bæði ljúfar og krönsí. Ég hvet ykkur til að prófa þessar á aðventunni.
Sætar súkkulaðibitakökurSmákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!
Marabou Daim ostakakaOstakökur eru sívinsælar og þessi hér er dásamlega ljúffeng með stökkum Oreobotni og mjúkri ostaköku með stökkum Marabou Daim bitum. Það er ýmist hægt að setja þær í form líkt og hér og skera þær í sneiðar en einnig er hægt að skipta uppskriftinni niður í nokkur minni glös og þá mætti sleppa gelatíninu. Það er hins vegar nauðsynlegt ef þið gerið heila köku og viljið að hún standi vel.
Fullkomni Toblerone ísinnÉg hugsa Toblerone ís sé eitthvað sem verður að vera á boðstólnum yfir hátíðirnar fyrir einhverja aðila. Þetta er algjör klassík og allir elska þennan ís, hvað þá þegar hann er borinn fram með heitri Tobleronesósu! Það er mun einfaldara en margur heldur að útbúa heimagerðan ís og þessi hér er einstaklega ljúffengur og góður.
Vegan hafraklattar með rúsínum og kanilÞessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af Oatly haframjólk!
Brownies með Milka Daim súkkulaðiHér kemur uppskrift að mjög ljúffengum brownies eða brúnkum með Milka Daim súkkulaði. Passar sérlega vel sem eftirréttur með ís eða rjóma. Mér finnst svo gott þegar kakan er smá blaut eða „chewy“ að innan og aðeins volg. Þessi uppskrift klikkar aldrei og Milka Daim súkkulaðið setur punktinn yfir i-ið. Mæli með!
Oreo marengsbombaGeggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.
ÚtileguskúffaÞað jafnast ekkert á við nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk! Nú eru útilegur og ferðalög að fara í gang að nýju og það er sannarlega hægt að slá í gegn með því að taka eina skúffuköku með í ferðalagið.
1 2 3 4 6