Oreo marengsbomba

  

september 14, 2021

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Hráefni

Marengs

4 eggjahvítur

200 g sykur

2 dl Oreo crumbs

Rjómafylling

4 dl rjómi

2 dl Oreo crumbs

200 g jarðaber

150 g hindber

Daim sósa

2 stk lítil Daim (56 g)

1 dl rjómi

Toppa með:

200 g jarðaber

150 g hindber

½-1 stk lítið Daim (28 g)

½-1 dl Oreo crumbs

Leiðbeiningar

1Þeytið eggin í hrærivél. Blandið sykrinum saman við í smáum skömmtum og hrærið þar til blandan verður alveg stíf.

2Blandið Oreo crumbs varlega saman við með sleif.

3Útbúið tvo hringlaga botna með því að dreifa blöndunni á tvær ofnplötur þaktar bökunarpappír.

4Bakið við 120°C í 60 mínútur og kælið.

5Skerið berin smátt og þeytið rjóma. Blandið því varlega saman ásamt Oreo crumbs.

6Setjið einn marengsbotn á kökudisk, dreifið rjómablöndunni ofan á og setjið hinn marengbotninn ofan á.

7Bræðið Daim saman við rjóma, kælið og dreifið yfir marengsinn.

8Stráið smátt söxuðum berjum, Oreo crumbs og söxuðu Daim súkkulaði yfir. Njótið vel.

Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!

Ísmarengsterta með Daim kurli

Möndlu marengs toppaður með ljúffengum Daim ís