Ofnbakaður penne með parmesan kjúklingiEkta „comfort“ matur sem allri fjölskyldunni finnst góður. Klassískur parmesan kjúklingur eða „Chicken parmigiana” er fyrirmynd réttarins en þessi útgáfa er fljótlegri og einfaldari. Rétturinn inniheldur pasta, kjúkling, cherry- og basil pastasósu, rjómaost, parmesan, panko rasp og mozzarella.
Brauð í ofni með bökuðum baunum og ostiHver man ekki eftir þessum rétti síðan í barnæsku! Ég man eftir að hafa verið að gera þetta upp úr „Matreiðslubók mín og Mikka“ fyrir allmörgum árum síðan, tíhí!
Risarækjusnittur með Tabasco sósuRisarækjur í Tabasco ofan á súrdeigs baguette með tómötum, avókadó, salati og ljúffengri sósu. Leikur við bragðlaukana! Mæli með að bera fram með ísköldu Cava og njóta í botn!
BBQ kjúklingaspjót og makkarónusalatÞað er alltaf gaman að prófa nýtt meðlæti með grillmat og þetta makkarónusalat var algjör snilld! Hér er því komin mín útfærsla af makkarónusalati fyrir ykkur að njóta. Margir eru með sellerí í því líka eða annað grænmeti svo þið getið sannarlega leikið ykkur aðeins með innihaldið.
Grillaðar samlokurHér kemur ein djúsí, mjög einföld og ótrúlega góð samloka. Hún inniheldur uppáhalds hamborgarasósuna mína frá Heinz, skinku, salat, tómata, jalapeno ásamt cheddar-og havarti ost. Nammii! Ég kaupi nánast alltaf þessa sósu þegar við grillum hamborgara en hún er alveg jafn góð á svona djúsí samlokur. Mæli með að bera fram með óáfengum Corona bjór, hann er virkilega góður.
Pylsur í brauði á teiniEf þessi samsetning segir ekki S U M A R þá veit ég ekki hvað! Þetta er súpereinföld lausn á „Pigs in a blanket“ eins og Ameríkaninn myndi orða það! Snilld til að græja í útilegunni og slá í gegn hjá ungum sem öldnum!
BBQ svínarif með sumarsalsaÞrátt fyrir að veðrið þessa dagana minni fremur á haust en sumar víða á landinu má alltaf elda sumarlegan mat og fá með því sól í hjarta! Þessi réttur er sannarlega einn af þeim og þessi rif eru þau allra bestu!
Asískt rækjusalatAsískt rækjusalat fyrir 4 manns sem verður í boði á Fiskideginum Mikla 2023 á Dalvík.
FiskborgariFiskborgari fyrir 4 manns sem verður í boði á Fiskideginum Mikla 2023 á Dalvík.
Big Mac TacosÞetta er geggjað gott og líka alls ekki flókið! Bara útbúa sósuna fyrst og þá er restin leikur einn!
1 2 3 4 5 13