fbpx

Risarækjusnittur með Tabasco sósu

Risarækjur í Tabasco ofan á súrdeigs baguette með tómötum, avókadó, salati og ljúffengri sósu. Leikur við bragðlaukana! Mæli með að bera fram með ísköldu Cava og njóta í botn!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 270 g Risarækjur (c.a 32stk)
 1 msk Tabasco sósa
 Hvítlauksduft, laukduft, salt og pipar
 1 msk ólífuolía
 16 stk sneiðar af súrdeigs baguette
 40 g smjör + 2 hvítlauksrif
 150 g tómatar medley eða kirsuberja
 1 stk avókadó
 salat
 steinselja
Sósa
 ½ dl Heinz majónes
 2 msk sýrður rjómi
 2 msk safi úr sítrónu
 1 msk Tabasco sósa (eða magn eftir smekk)
 Hvítlauksduft, laukduft, salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að blanda saman risarækjum, Tabasco sósu, ólífuolíu, hvítlauksdufti, laukdufti, salti og pipar í skál. Leyfið þessu að marinerast á meðan þið útbúið restina.

2

Hrærið öllum hráefnunum saman í sósuna. Kryddið eftir smekk og bætið viðð Tabasco sósu eftir smekk. Smakkið ykkur til.

3

Smátt skerið tómata og avókadó.

4

Penslið baguette sneiðarnar með bræddu smjöri og hvítlauk. Dreifið á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið í 7-10 mínútur eða þar til brauðið er orðið stökkt.

5

Steikið risarækjurnar upp úr ólífuolíu á vel heitri pönnu þar til að þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn.

6

Smyrjið sneiðarnar með sósunni. Rífið salatið og dreifið yfir hverja sneið eftir smekk.

7

Því næst dreifið tómötum, avókadó, tveimur risarækjum, smá sósu og steinselju yfir salatið.

8

Berið fram með meiri sósu og njótið.


DeilaTístaVista

Hráefni

 270 g Risarækjur (c.a 32stk)
 1 msk Tabasco sósa
 Hvítlauksduft, laukduft, salt og pipar
 1 msk ólífuolía
 16 stk sneiðar af súrdeigs baguette
 40 g smjör + 2 hvítlauksrif
 150 g tómatar medley eða kirsuberja
 1 stk avókadó
 salat
 steinselja
Sósa
 ½ dl Heinz majónes
 2 msk sýrður rjómi
 2 msk safi úr sítrónu
 1 msk Tabasco sósa (eða magn eftir smekk)
 Hvítlauksduft, laukduft, salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að blanda saman risarækjum, Tabasco sósu, ólífuolíu, hvítlauksdufti, laukdufti, salti og pipar í skál. Leyfið þessu að marinerast á meðan þið útbúið restina.

2

Hrærið öllum hráefnunum saman í sósuna. Kryddið eftir smekk og bætið viðð Tabasco sósu eftir smekk. Smakkið ykkur til.

3

Smátt skerið tómata og avókadó.

4

Penslið baguette sneiðarnar með bræddu smjöri og hvítlauk. Dreifið á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið í 7-10 mínútur eða þar til brauðið er orðið stökkt.

5

Steikið risarækjurnar upp úr ólífuolíu á vel heitri pönnu þar til að þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn.

6

Smyrjið sneiðarnar með sósunni. Rífið salatið og dreifið yfir hverja sneið eftir smekk.

7

Því næst dreifið tómötum, avókadó, tveimur risarækjum, smá sósu og steinselju yfir salatið.

8

Berið fram með meiri sósu og njótið.

Risarækjusnittur með Tabasco sósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Djúpsteikt blómkálÞað má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru…