fbpx

Pylsur í brauði á teini

Ef þessi samsetning segir ekki S U M A R þá veit ég ekki hvað! Þetta er súpereinföld lausn á „Pigs in a blanket“ eins og Ameríkaninn myndi orða það! Snilld til að græja í útilegunni og slá í gegn hjá ungum sem öldnum!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 10 stk pylsur
 1 upprúllað, tilbúið pizzadeig
 1 stk egg
 1 tsk vatn
 sesamfræ
 15 stk grillprik
 Heinz yellow mustard
 Heinz tómatsósa (50% less sugar)

Leiðbeiningar

1

Skerið hverja pylsu niður í 3 hluta svo úr verði 30 hlutar.

2

Skerið granna þríhyrninga út úr pizzadeiginu. Breiðari endinn má vera jafn þykkur og pylsan og svo rúllið þið mjórri endanum hringinn.

3

Þræðið pylsurnar með deiginu upp á grillprik, 2 einingar á hvert.

4

Krumpið álpappír og leggið prikin með pylsunum ofan á hann.

5

Penslið létt með pískuðu eggi + vatni og stráið sesamfræjum yfir.

6

Grillið við óbeinan hita, um 200°C í 10-12 mínútur eða þar til deigið er farið að gyllast.

7

Njótið með yellow mustard og tómatsósu!


DeilaTístaVista

Hráefni

 10 stk pylsur
 1 upprúllað, tilbúið pizzadeig
 1 stk egg
 1 tsk vatn
 sesamfræ
 15 stk grillprik
 Heinz yellow mustard
 Heinz tómatsósa (50% less sugar)

Leiðbeiningar

1

Skerið hverja pylsu niður í 3 hluta svo úr verði 30 hlutar.

2

Skerið granna þríhyrninga út úr pizzadeiginu. Breiðari endinn má vera jafn þykkur og pylsan og svo rúllið þið mjórri endanum hringinn.

3

Þræðið pylsurnar með deiginu upp á grillprik, 2 einingar á hvert.

4

Krumpið álpappír og leggið prikin með pylsunum ofan á hann.

5

Penslið létt með pískuðu eggi + vatni og stráið sesamfræjum yfir.

6

Grillið við óbeinan hita, um 200°C í 10-12 mínútur eða þar til deigið er farið að gyllast.

7

Njótið með yellow mustard og tómatsósu!

Pylsur í brauði á teini

Aðrar spennandi uppskriftir