Uppskriftir

Guðdómlegar og gómsætar einfaldar ostabrauðbollurÞessar bollur eru bara með þeim allra einföldustu og ég baka þær mjög reglulega. Þær eru vegan og henta því mjög mörgum með ýmis konar óþol og ofnæmi. Þær eru alveg dásamlegar á morgunverðarborðið, brunchinn, í nestisboxið og svo frystast þær líka mjög vel. Uppskriftin er miðlungs stór myndi ég segja og gera 28-30 stk. Ég nota Oatly ikaffe mjólkina mikið í mjólkurlausan bakstur og nota hana einmitt hér. Ikaffe týpan er meira creamy og gerir allt extra gott. Það er alveg af og frá að hún sé eingöngu til þess að flóa í kaffi þó hún sé vissulega framúrskarandi í kaffið. Prófið að skipta þessari venjulegu út fyrir Oatly ikaffe og þið eigið ekki eftir að finna neinn mun nema til hins betra!
Haustlegar bláberjaskonsur með ekta vanilluÉg segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan og henta því vel þeim sem kjósa vegan lífsstíl sem og þeim sem hafa ofnæmi fyrir mjólkurvörum og eggjum. Ég nota Oatly haframjólkina ásamt vegan smjöri og útkoman eru þvílíkt djúsí og góðar skonsur. Útkoman verður best ef smjörið er ískalt og mjólkin sömuleiðis. Þær eru góðar einar og sér eða með smá smjöri, með kaffi eða bara glasi af ískaldri Oatly haframjólk.
Ljúfur rauðrófusmoothie með ananasEnn einn rauðrófusmoothie-inn. Ég bara elska að koma elsku rauðrófusafanum að í daglegu rútínunni og það sem ég mögulega elska mest er hvað smoohtie-inn verður ævintýralega fallegur á litinn. Nei sko þessi verður svo ótrúlega fallega bleikur og ég lofa ljúfu bragði.
Sykurlaust eplapæSykurlaust eplapæ borið fram með óþeyttum vegan rjóma. Þetta pæ hefur þónokkrum sinnum komið með í picnic í góðu veðri. Útivera er bara svo miklu skemmtilegri með gott nesti. Uppskriftin passar í stærri gerðina af glernestisboxunum úr ikea sem mega fara í ofn. Það er því auðvelt að grípa það með sér beint úr ofninum með því að smella lokinu á og setja í nestistösku. Það má auðvitað líka borða þetta inni í kósí. Nokkrar döðlur, bakaður kókos og eplin sjálf eru svo náttúrulega sæt að þetta pæ getur svo sannarlega fullnægt allri sykurlöngun og hentar vel fyrir litla og stóra munna.
Hollar kókoskúlurHollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi. Þegar ég er að gera svona hollustu nammi þá finnst mér algjört must að velja hráefnin vel og velja lífrænar vörur. Í uppskriftina nota ég lífrænar möndlur, kakó, kókosolíu og kókos frá Rapunzel en það er alltaf að verða auðveldara og auðveldara að nálgast lífrænar þurrvörur. Þú finnur Rapunzel vörurnar m.a. í Fjarðarkaup og Nettó.
Hnetumolar með poppuðu quinoaHollari súkkulaðimolar sem er æðislegt að eiga í frystinum. "Þessa mola hef ég gert reglulega frá árinu 2014 þegar ég kynntist poppuðu quinoa. Ég var þá að æfa ólympískar lyftingar útí Svíþjóð og voru oft svona molar eða kókoskúlur með í lyftingatöskunni til að grípa í þegar orkan var að klárast. Stundum voru þessir molar líka notaðir sem verðlaun ef einhver skyldi slá nýtt met á æfingu sem vakti oft mikla lukku. Fyrst er útbúin “súkkulaðisósa” og svo poppuðu quinoa og salthnetum helt útí og látið harna inní fyrsti. Athugið að sjálf sósan er líka trufluð ein og sér og geri ég hana oft til að bera fram með ávöxtum eða ís. Mér finnst engin súkkulaðisósa toppa þessa og það skemmir ekki að hún er hollari en þessar hefðbundu og auk þess lífræn."
Dýrindis gamaldags ömmusnúðar í útilegunaÞessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir stökkari og geymast vel í loftþéttu boxi, eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert að hefa þá. Ég nota hrásykurinn frá Rapunzel í snúðana en mér finnst hann gefa bakkelsi eitthvað bragð sem næst ekki með venjulegum hvítum sykri. Að auki er hann lífrænn sem mér finnst skipta heilmiklu máli.
Grillaður maís með rjómaostasmyrjuEftir að maður byrjar að borða ferskan maís þá er nefnilega ekki aftur snúið skal ég segja ykkur, þetta er hreinlega ekki það sama og frosinn maís!
Kókos og hafrakökurEinfaldar smákökur sem hægt er að skella í með litlum fyrirvara, mjúkar og dásamlegar með kókosbragði.
Ljúffengir BBQ kjúklingastrimlarLúxus kjúklingastrimlar eins og þeir gerast bestir. Þeir eru mjúkir í gómsætum BBQ hjúp og bornir fram með gráðostasósu og kartöflubátum.
HumarsalatHér er á ferðinni undursamlegt og sumarlegt salat með grilluðum humri!
1 23 24 25 26 27 115