fbpx

Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjó

Hollari franskar með chili mæjó úr lífrænum kasjúhnetum. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skera allskonar rótargrænmeti í strimla, baka í ofni og borða eins og franskar. Ef þú hefur ekki prófað að baka rauðrófur í ofni með olíu og salti þá mæli ég með því að prófa það, þær gætu komið þér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að leggja áherslu á að borða hreint matarræði, velja lífrænt og sniðganga öll aukaefni síðustu vikur og hef verið að vinna mikið með kasjúhnetur í dressingar og sósur. Kasjúhnetur eru frábærar í sósur, áferðin verður merkilega creamy og í þokkabót verður sósan full af næringu. Hér er ég með chili kasjú “mæjó” sem passar einstaklega vel með rótargrænmetisfrönskum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Rótargrænmeti
 3 stk bökunarkartöflur
 2 stk litlar rauðrófur
 1 stk sæt kartafla
 ólífuolía
 salt
Chili kasjú “mæjó”
 2 dl lífrænar kasjúhnetur, frá Rapunzel
 1 dl vatn
 12 stk hvítlauksrif
 1 tsk gróft dijon sinnep
 ¼ stk ferskur rauður chili (eða eftir smekk)
 ½ stk safi úr sítrónu
 salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hita ofninn uppí 200°C.

2

Skrælið og skerið rótargrænmetið niður í strimla sem minna á franskar.

3

Dreifið grænmetinu á ofnplötu, setjið smá olíu yfir. Mér finnst ég þurfa minni olíu ef ég dreifi úr olíunni með því að velta grænmetinu aðeins til með höndunum. Stráið smá salti yfir og bakið í ofni í 30-40 mínútur, fer soldið eftir grófleika strimlanna.

4

Setjið allt sem á að fara í dressinguna í lítinn blender, eða blandið með töfrasprota. Smakkið til og bætið við salti, sítrónu eða chili eftir smekk.


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Rótargrænmeti
 3 stk bökunarkartöflur
 2 stk litlar rauðrófur
 1 stk sæt kartafla
 ólífuolía
 salt
Chili kasjú “mæjó”
 2 dl lífrænar kasjúhnetur, frá Rapunzel
 1 dl vatn
 12 stk hvítlauksrif
 1 tsk gróft dijon sinnep
 ¼ stk ferskur rauður chili (eða eftir smekk)
 ½ stk safi úr sítrónu
 salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hita ofninn uppí 200°C.

2

Skrælið og skerið rótargrænmetið niður í strimla sem minna á franskar.

3

Dreifið grænmetinu á ofnplötu, setjið smá olíu yfir. Mér finnst ég þurfa minni olíu ef ég dreifi úr olíunni með því að velta grænmetinu aðeins til með höndunum. Stráið smá salti yfir og bakið í ofni í 30-40 mínútur, fer soldið eftir grófleika strimlanna.

4

Setjið allt sem á að fara í dressinguna í lítinn blender, eða blandið með töfrasprota. Smakkið til og bætið við salti, sítrónu eða chili eftir smekk.

Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjó

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…
MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.