Print Options:








Rótargrænmetisfranskar með spicy kasjúmæjó

Magn1 skammtur

Hollari franskar með chili mæjó úr lífrænum kasjúhnetum. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skera allskonar rótargrænmeti í strimla, baka í ofni og borða eins og franskar. Ef þú hefur ekki prófað að baka rauðrófur í ofni með olíu og salti þá mæli ég með því að prófa það, þær gætu komið þér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að leggja áherslu á að borða hreint matarræði, velja lífrænt og sniðganga öll aukaefni síðustu vikur og hef verið að vinna mikið með kasjúhnetur í dressingar og sósur. Kasjúhnetur eru frábærar í sósur, áferðin verður merkilega creamy og í þokkabót verður sósan full af næringu. Hér er ég með chili kasjú “mæjó” sem passar einstaklega vel með rótargrænmetisfrönskum.

Rótargrænmeti
 3 stk bökunarkartöflur
 2 stk litlar rauðrófur
 1 stk sæt kartafla
 ólífuolía
 salt
Chili kasjú “mæjó”
 2 dl lífrænar kasjúhnetur, frá Rapunzel
 1 dl vatn
 12 stk hvítlauksrif
 1 tsk gróft dijon sinnep
 ¼ stk ferskur rauður chili (eða eftir smekk)
 ½ stk safi úr sítrónu
 salt
1

Byrjið á að hita ofninn uppí 200°C.

2

Skrælið og skerið rótargrænmetið niður í strimla sem minna á franskar.

3

Dreifið grænmetinu á ofnplötu, setjið smá olíu yfir. Mér finnst ég þurfa minni olíu ef ég dreifi úr olíunni með því að velta grænmetinu aðeins til með höndunum. Stráið smá salti yfir og bakið í ofni í 30-40 mínútur, fer soldið eftir grófleika strimlanna.

4

Setjið allt sem á að fara í dressinguna í lítinn blender, eða blandið með töfrasprota. Smakkið til og bætið við salti, sítrónu eða chili eftir smekk.