fbpx

Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjur

Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue Dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur sem eru í senn fljótlegar, bragðgóðar og fallegar! Kjúklingurinn passar ótrúlega vel með sósunni og ferskt og stökkt grænmetið er fullkomið með. Það tekur enga stund að útbúa vefjurnar og þær eru líka alveg frábærar í nestisboxið. Blue Dragon Satay sósan fæst í öllum helstu matvöruverslunum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 stk kjúklingabringur
 1 msk olía
 200 g Satay sósa frá Blue Dragon
 ½ stk Lime, safinn
 Salt og pipar eftir smekk
 fersk salatblöð
 spínat
 ferskt rauðkál, smátt skorið
 gulrætur, rifnar eða skornar smátt langsum
 jarðhnetur, ósaltaðar
 ferskt kóríander

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringur í strimla.

2

Hitið olíu á pönnu og setjið kjúklinginn út á. Saltið og piprið. Steikið þar til kjúklingurinn brúnast.

3

Bætið Satay sósunni út á ásamt lime safa, lækkið hitann og eldið þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn.

4

Skerið grænmeti og undirbúið vefjurnar. Raðið grænmetinu á vefjurnar, toppið með kjúkling, jarðhnetum og fersku kóríander.

5

Rúllið upp og njótið strax.


MatreiðslaMatargerð, Merking

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 stk kjúklingabringur
 1 msk olía
 200 g Satay sósa frá Blue Dragon
 ½ stk Lime, safinn
 Salt og pipar eftir smekk
 fersk salatblöð
 spínat
 ferskt rauðkál, smátt skorið
 gulrætur, rifnar eða skornar smátt langsum
 jarðhnetur, ósaltaðar
 ferskt kóríander

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringur í strimla.

2

Hitið olíu á pönnu og setjið kjúklinginn út á. Saltið og piprið. Steikið þar til kjúklingurinn brúnast.

3

Bætið Satay sósunni út á ásamt lime safa, lækkið hitann og eldið þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn.

4

Skerið grænmeti og undirbúið vefjurnar. Raðið grænmetinu á vefjurnar, toppið með kjúkling, jarðhnetum og fersku kóríander.

5

Rúllið upp og njótið strax.

Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjur

Aðrar spennandi uppskriftir