fbpx

Slöngukaka

Þessi súkkulaðikaka er guðdómleg og kremið ekki síðra. Slöngukakan krefst þess að þið hafið smá tíma til þess að baka og skreyta en allir ættu að ráða við hana. Síðan er afar hentugt að skera hana í sneiðar þegar hún er í laginu eins og slanga.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botnar
 330 g hveiti
 170 g Cadbury bökunarkakó
 390 g sykur
 130 g púðursykur
 2 tsk. lyftiduft
 2 tsk. matarsódi
 1 tsk. salt
 380 ml súrmjólk
 300 ml ljós matarolía
 4 egg
 2 tsk. vanilludropar
 380 ml sjóðandi vatn
Krem
 500 g smjör við stofuhita
 400 g flórsykur
 90 g Cadbury bökunarkakó
 160 g brætt suðusúkkulaði
 2 tsk. vanilludropar
 3 msk. uppáhellt kaffi
 ¼ tsk. salt
Skraut
 Skittles
 Hlaup fyrir augu og tungu

Leiðbeiningar

Botnar
1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Blandið öllum þurrefnum saman í hrærivélarskálina.

3

Pískið næst saman súrmjólk, matarolíu, egg og vanilludropa í annarri skál og hellið síðan vatninu saman við og pískið áfram.

4

Hellið súrmjólkurblöndunni saman við þurrefnin og hrærið saman á lágum hraða, skafið niður á milli og hrærið þar til vel blandað. Deigið er frekar þunnt og þannig á það að vera.

5

Smyrjið tvö 20-24 cm kökuform vel að innan eða spreyið með matarolíuspreyi. Klippið bökunarpappír til og setjið í botninn.

6

Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í um 35-40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi.

7

Kælið botnana alveg og skerið þá miðjuna úr þeim báðum með því að leggja glas ofan á þá miðja og skera niður með hringnum. Miðjuna nýtið þið síðan í höfuð og hala á slöngunni síðar.

8

Skerið næst hvern botn í tvennt svo þið endið með 4 helminga sem þið síðan raðið saman á víxl svo úr verði slanga.

9

Mótið höfuð og hala úr kökunni sem kom úr miðjunni með því að skera þá hluta niður eins og hentar. Gott er að finna langt skurðarbretti, bakka eða búa til langan disk úr hörðum pappa sem búið er að klæða með gjafapappír og setja sellófan utan yfir til að pappírinn losni ekki upp.

10

Smyrjið næst þunnu lagi af kremi á alla kökuna til að binda kökumylsnuna, þurrkið umfram krem og kökumylsnu af disknum og leyfið kökunni að hvíla þannig í um 15 mínútur.

11

Næst má setja um 1 cm þykkt lag af nýju kremi yfir allt saman og skreyta síðan að vild.

Krem
12

Þeytið smjörið þar til létt og ljóst, skafið niður á milli.

13

Bætið flórsykri og bökunarkakó næst saman við í nokkrum skömmtum og þeytið aðeins áfram.

14

Bætið nú öðrum hráefnum saman við, þeytið vel og skafið niður á milli.


DeilaTístaVista

Hráefni

Botnar
 330 g hveiti
 170 g Cadbury bökunarkakó
 390 g sykur
 130 g púðursykur
 2 tsk. lyftiduft
 2 tsk. matarsódi
 1 tsk. salt
 380 ml súrmjólk
 300 ml ljós matarolía
 4 egg
 2 tsk. vanilludropar
 380 ml sjóðandi vatn
Krem
 500 g smjör við stofuhita
 400 g flórsykur
 90 g Cadbury bökunarkakó
 160 g brætt suðusúkkulaði
 2 tsk. vanilludropar
 3 msk. uppáhellt kaffi
 ¼ tsk. salt
Skraut
 Skittles
 Hlaup fyrir augu og tungu

Leiðbeiningar

Botnar
1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Blandið öllum þurrefnum saman í hrærivélarskálina.

3

Pískið næst saman súrmjólk, matarolíu, egg og vanilludropa í annarri skál og hellið síðan vatninu saman við og pískið áfram.

4

Hellið súrmjólkurblöndunni saman við þurrefnin og hrærið saman á lágum hraða, skafið niður á milli og hrærið þar til vel blandað. Deigið er frekar þunnt og þannig á það að vera.

5

Smyrjið tvö 20-24 cm kökuform vel að innan eða spreyið með matarolíuspreyi. Klippið bökunarpappír til og setjið í botninn.

6

Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í um 35-40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi.

7

Kælið botnana alveg og skerið þá miðjuna úr þeim báðum með því að leggja glas ofan á þá miðja og skera niður með hringnum. Miðjuna nýtið þið síðan í höfuð og hala á slöngunni síðar.

8

Skerið næst hvern botn í tvennt svo þið endið með 4 helminga sem þið síðan raðið saman á víxl svo úr verði slanga.

9

Mótið höfuð og hala úr kökunni sem kom úr miðjunni með því að skera þá hluta niður eins og hentar. Gott er að finna langt skurðarbretti, bakka eða búa til langan disk úr hörðum pappa sem búið er að klæða með gjafapappír og setja sellófan utan yfir til að pappírinn losni ekki upp.

10

Smyrjið næst þunnu lagi af kremi á alla kökuna til að binda kökumylsnuna, þurrkið umfram krem og kökumylsnu af disknum og leyfið kökunni að hvíla þannig í um 15 mínútur.

11

Næst má setja um 1 cm þykkt lag af nýju kremi yfir allt saman og skreyta síðan að vild.

Krem
12

Þeytið smjörið þar til létt og ljóst, skafið niður á milli.

13

Bætið flórsykri og bökunarkakó næst saman við í nokkrum skömmtum og þeytið aðeins áfram.

14

Bætið nú öðrum hráefnum saman við, þeytið vel og skafið niður á milli.

Slöngukaka

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…