Grilluð Satay nautaspjót með chili & kóríanderSatay er mitt allra uppáhalds þegar kemur að asískum mat. Það er eitthvað við þessa blöndu af hnetusmjöri, chili, sojasósu og fleiri krydd sem er alveg ómótstæðilegt. Ég geri oft satay sósu frá grunni en þegar ég vil flýta fyrir mér gríp ég í tilbúnu sósuna frá Blue dragon. Hún er svo ljómandi góð og passar með svo mörgu. Ég hef notað hana með kjúklingi, fiski og nautakjöti og alltaf kemur það vel út. Hérna notaði ég sósuna bæði sem marineringu og til þess að bera fram með kjötinu og hrísgrjónunum og það kom ótrúlega vel út. Mér finnst oft gott að poppa aðeins upp tilbúnar sósur með því sem ég á til en það þarf í rauninni ekki og þá er rétturinn enn einfaldari!
SteikartacoGrillað nautakjöt í tacos með havartí osti, lauk, salati, tómötum og léttri kóríander- og graslaukssósu er algjört nammi!
Tataki-nautakjöt að ítölskum hættiÁttu von á gestum og veist ekki hvað þú átt að bera á borð? Þessi miðjarðarhafsútgáfa af japanskri hefð á eftir að vekja athygli. „Tataki“ er hefðbundin japönsk eldunaraðferð þar sem kjötsneiðar eru kryddaðar í bragðmikilli marineringu áður en þær eru steiktar við háan hita. Útkoman er ljúffengt karamelíserað yfirborð með safaríkri og létteldaðri miðju.
Nautapottréttur í rauðvínssósuKósý vetraruppskriftir klikka seint og alltaf gaman að prófa nýjar útfærslur af slíkum. Það er óhætt að segja þetta sé sannkölluð fjölskyldumáltíð sem allir kunna að meta.
BBQ svínarif með sumarsalsaÞrátt fyrir að veðrið þessa dagana minni fremur á haust en sumar víða á landinu má alltaf elda sumarlegan mat og fá með því sól í hjarta! Þessi réttur er sannarlega einn af þeim og þessi rif eru þau allra bestu!
Taco ídýfaKaldar rjómaostadýfur eru í miklu uppáhaldi. Það er því gaman að prófa eitthvað nýtt í slíkum efnum og hér kemur ein sem kláraðist upp til agna! Þessi er matarmeiri en margar því hún er með hakki og svo fer magn af grænmeti og osti ofan á eftir smekk!
HeimilisbakaSælkerabaka með kartöflumús, hakkfyllingu og smjördeigi.
Roast beef vefjaSælkeravefja með vel af roast beef kjöti og Heinz Sandwich spread sósu.
Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjurÞað verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue Dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur sem eru í senn fljótlegar, bragðgóðar og fallegar! Kjúklingurinn passar ótrúlega vel með sósunni og ferskt og stökkt grænmetið er fullkomið með. Það tekur enga stund að útbúa vefjurnar og þær eru líka alveg frábærar í nestisboxið. Blue Dragon Satay sósan fæst í öllum helstu matvöruverslunum.
USA kjúklingurÍ sumar pantaði ég grillaðan kjúkling á einum af veitingastöðunum þar og fékk í fyrsta sinn „Creamy Corn“ eða rjómakennt korn/maís sem var alveg hrikalega gott. Þetta var meðlæti með kjúklingnum ásamt kartöflumús og ég er búin að ætla að prófa að leika þetta eftir síðan ég kom heim. Það hafðist loks og þetta var algjört dúndur!
1 2 3 4 10