fbpx

Grilluð Satay nautaspjót með chili & kóríander

Satay er mitt allra uppáhalds þegar kemur að asískum mat. Það er eitthvað við þessa blöndu af hnetusmjöri, chili, sojasósu og fleiri krydd sem er alveg ómótstæðilegt. Ég geri oft satay sósu frá grunni en þegar ég vil flýta fyrir mér gríp ég í tilbúnu sósuna frá Blue dragon. Hún er svo ljómandi góð og passar með svo mörgu. Ég hef notað hana með kjúklingi, fiski og nautakjöti og alltaf kemur það vel út. Hérna notaði ég sósuna bæði sem marineringu og til þess að bera fram með kjötinu og hrísgrjónunum og það kom ótrúlega vel út. Mér finnst oft gott að poppa aðeins upp tilbúnar sósur með því sem ég á til en það þarf í rauninni ekki og þá er rétturinn enn einfaldari!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 850 g nautakjöt, gúllas eða stærri biti sem er skorinn niður
 1 stk krukka Satay sósa frá Blue Dragon
 2 msk sojasósa
 2 msk hnetusmjör
 ½ l rautt chili, saxað smátt
 ½ stk límóna, safinn
 salthnetur, saxaðar
 ferskt kóríander, saxað
 hrísgrjón

Leiðbeiningar

1

Skolið kjötið, þerrið og skerið í bita ef þarf. Setjið í skál.

2

Setjið sósuna í skál og hrærið saman við sojasósunni, hnetusmjörinu, chili og límónusafa.

3

Blandið 1/3 af sósunni við kjötið og marinerið í að minnsta kosti 30 mín.

4

Raðið kjötinu á spjót og hitið grillið vel.

5

Sjóðið hrísgrjón, magn eftir smekk og fjölda í mat.

6

Grillið spjótin í 3-4 mín á hvorri hlið, tími fer þó eftir stærð kjötbitanna.

7

Raðið spjótunum á fat og stráið kóríander og salthnetum yfir. Jafnvel söxuðu chili-i ef vill.

8

Velgið sósuna aðeins og berið spjótin fram með sósunni og hrísgrjónum.


Uppskrift eftir Völlu Gröndal

MatreiðslaMatargerð

DeilaTístaVista

Hráefni

 850 g nautakjöt, gúllas eða stærri biti sem er skorinn niður
 1 stk krukka Satay sósa frá Blue Dragon
 2 msk sojasósa
 2 msk hnetusmjör
 ½ l rautt chili, saxað smátt
 ½ stk límóna, safinn
 salthnetur, saxaðar
 ferskt kóríander, saxað
 hrísgrjón

Leiðbeiningar

1

Skolið kjötið, þerrið og skerið í bita ef þarf. Setjið í skál.

2

Setjið sósuna í skál og hrærið saman við sojasósunni, hnetusmjörinu, chili og límónusafa.

3

Blandið 1/3 af sósunni við kjötið og marinerið í að minnsta kosti 30 mín.

4

Raðið kjötinu á spjót og hitið grillið vel.

5

Sjóðið hrísgrjón, magn eftir smekk og fjölda í mat.

6

Grillið spjótin í 3-4 mín á hvorri hlið, tími fer þó eftir stærð kjötbitanna.

7

Raðið spjótunum á fat og stráið kóríander og salthnetum yfir. Jafnvel söxuðu chili-i ef vill.

8

Velgið sósuna aðeins og berið spjótin fram með sósunni og hrísgrjónum.

Grilluð Satay nautaspjót með chili & kóríander

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Crunch WrapHér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.
MYNDBAND
SteikartacoGrillað nautakjöt í tacos með havartí osti, lauk, salati, tómötum og léttri kóríander- og graslaukssósu er algjört nammi!